21.9.10

Að komast aftur í gang...

Ok, þetta gengur ekki lengur!
Verð hreinlega að byrja bloggið aftur. Tvær ástæður:
1) Gaman að eiga þennan database um sérnámið þegar frá líður
2) Leyfa fólki sem er ekki á facebook að fylgjast aðeins með mér

Lífið er gott og hefur verið frá síðasta bloggi mínu í mars. Kannski helst fyrir þá ástæðu að ég er ástfangin upp fyrir haus - af stelpu sem ég hitti í New York í vor :)
Svo komst ég að í krabbameinslækningum í Columbus, Ohio næsta sumar. Ohio State University er stærsti háskólinn í USA og er dreifður um fylkið en læknisfræðihlutinn er staðsettur í Columbus. Þar er mjög góður krabbameinsspítali, James Cancer Hospital. Columbus er 700.000 manna borg og þekkt fyrir gay-friendly viðhorf og mikið háskólalíf. Svo það verður spennandi að sjá svolítið meira af USA.

Því verður að njóta síðasta vetrarins í Boston í botn!

26.3.10

CCU

Get ekki annað en bloggað aðeins um síðustu 2 vikur á coronary care unit rotationinni minni! Jiiiiiih, það hefur verið alveg ferlega gaman á CCU - ég held ég eigi svei mér þá eftir að sakna cardiologiu mikið! CCU teymið er mjög skemmtilegt að því leyti að við erum bæði með mjög veika sjúklinga á gjörgæslunni og líka hjartasjúklinga sem eru á almennri deild. Þannig fylgjum við þeim oft frá því þeir leggjast inn fárveikir þangað til þeir útskrifast heim af almennri deild. Og við höfum haft fullt af góðum tilfellum þennan mánuðinn. Þar má m.a. nefna tvo tvítuga stráka með myo/pericarditis - annar reyndist hafa CMV myocarditis en hinn lagðist inn fárveikur með pericardial tamponade og reyndist hafa 900 cc af pericardial vökva sem var tappað af. Ekki alveg klárt hvað er að þeim gaur þó svo berkla-pericarditis sé efst á lista. Svo fengum við inn 30 ára karlmann með WPW sem lagðist inn með a. fib. Hjartsláttur hans keyrði í 160-200 slögum á mínútu með víðcomplexa óreglulegu patterni en hann hélt uppi góðum blóðþrýstingi! Svo við reyndum að hlaða hann með íbútilíði í 12 klst (gúlp...) þangað til loks var ákveðið að rafvenda honum - og það gekk vel. Það gekk reyndar ekkert að finna aukabrautina í el-phys rannsókninni svo hann kemur inn seinna electívt, þeir munu sennilega fara gegnum pericardium-ið og vinna sig inn frá epicardium til að finna aukabrautina. Svo höfum við fengið inn tvo sjúklinga með hypertensive emergency sem reyndust hafa prímer hyperaldosteronisma. Annar var á nitroprússíð-dreypi um tíma (sem ég hef by the way aldrei notað áður) og gekk vel. Fengum svo 2 sjúklinga alveg fárveika með cardiac amyloidosu - önnur var í akút nýrnabilun líka með fluid overload með nýrnainvolvement. Við sjáum óvenjumikið af amyloidosu hér því þetta er aðalamyloidosucentrið í USA. Fólk kemur alls staðar að til að fá cutting edge meðferð og komast að í lyfjatræölum. Cardiac amyloidosis er leiðindagreining og ekki margir sem lifa ár með cardiac involvement. Svo var tilfellið sem reyndi mest á þessa vikuna sjúklingur um sextugt sem kom inn í hjartabilun sem fór í hjartastopp klukkutíma eftir innlögn og endurlífgunin stóð meira eða minna í 3 klukkutíma með intermittent blóðþrýstingi. Reyndist vera í alls konar arrythmíum á milli, m.a. Torsade, SVT með/án blóðþrýstings, gleiðkomplexa tachycardiu sem reyndist á tímum vera VT og á tímum SVT með aberrancy og svo þriðju gráðu AV-blokk. Algjörlega óljóst hvað var hér í gangi en ég held ég hafi farið í gegnum alla hugsanlega ACLS prótókolla á þessum 3 tímum. En það kemur væntanlega í ljós í krufningu hvað var hér á ferð, hugsanlega e-s konar infiltratívur sjúkdómur í hjarta...
Jæja, nóg komið af læknisfræðilegu jargoni í bili :)

28.2.10

Blogg, blogg, blogg

Tími til kominn að taka púlsinn á dvöl minni hér í USA.
2. árið er nú meira en hálfnað og mér finnst tíminn fljúga áfram - raunar alltof hratt. Býst við því að þetta sé svona þegar maður hefur gaman af lífinu og tilverunni :=)
Það var nóg um að vera í haust - fékk fullt af góðum gestum til mín. Meðal annars Svava systir og Binni kærastinn hennar í október (sem btw trúlofuðu sig um síðustu helgi :), saumaklúbburinn kíkti á mig í nóvember, fékk góða lækna í heimsókn frá Íslandi og kíkti á gay senuna í New York með MJ. Svo var toppurinn á haustinu náttúrulega 30 ára afmælið 1. des! Já, ég ákvað að taka afmælið með trompi - það var sannkallað afmælisþema hálft árið þar sem ég kom mér í besta form sem ég hef nokkurn tíma verið í, dressaði mig upp og fékk mér nýja klippingu - sannkallað makeover! Og svo var boðið í partý, um 30 manns sem mættu gíraðir í hákarl, brennivín og ýmsar aðrar veitingar. Hélt upp á það með vinkonu minni hér í prógramminu sem varð 30 ára 4. des svo það hentaði vel. Og fólk skemmti sér alveg konunglega og kláraði brennivínið (annað árið í röð sem brennivínið klárast) og hákarlinn rétt kláraðist (með hjálp góðra Íslendinga). Og svo var farið upp í Cambridge að dansa - hvað annað!
Svo fékk ég 2 vikna jólafrí og eyddi jólunum með fjölskyldunni á Íslandi sem var náttúrulega alveg yndislegt. Skata, hamborgarahryggur, sveppasúpan hennar ömmu og svínakjöt - algjört sælgæti! Kom svo aftur hingað til Boston fyrir gamlársdag og fagnaði með fólkinu heima á miðnætti með því að horfa á flugeldasýningu í Boston Common kl. 7 PM, borðaði svo nautasteik í góðra Íslendinga hópi og endaði loks á pöbb hér í grenndinni með vinum úr prógramminu þar sem skálað var í kampavíni á miðnætti. Verð samt að segja að nýja árinu er hvergi jafnvel fagnað og heima á Íslandi. Það er bara svo hátíðlegt að halda í okkar hefðir - matur með familíunni, skaupið, flugeldar og svo partý. Þetta barasta hafa útlendingar ekki!
Nýja árið hefur svo verið gott, nú er ég komin á fullt í oncologíu pælingar og er að skoða prógrömm út um öll Bandaríkin. Svo það er mikið um ferðalög þetta vor.
Svo gengur vel í prógramminu, er einmitt á göngudeild núna - 4 vikna rotation - og verð að segja að ég kann alltaf betur og betur við mig á göngudeildinni. Hér virkum við sem heimilislæknar fyrir fólk sem við fylgjum eftir í göngudeild. Hef kynnst ýmsu þar, það er m.a. ótrúlegt að sjá hversu margir hafa misst vinnuna síðan kreppan skall á. Það er daglegt brauð að spyrja fólk hér að því hvort það eigi peninga fyrir mat, þak yfir höfuðið, hvort það sé í fíkniefnaneyslu og hvort það eigi einhvern að... og þá skiptir einhvern veginn minna máli hvort HbA1c sé 7 eða 8 eða hvort LDL sé innan targets. Ég veit alla vegana að þessara spurninga spurði maður ekki heima en hér er þetta oftar en ekki aðalumræðuefnið. Svo er ég með marga sjúklinga frá Haití og það eru nú meiri hörmungarnar sem sumir ganga í gegnum þar. Sumir tala enga ensku og hafa ekki getað haft upp á ættingjum sínum, aðrir mæta ekki í bókaða tíma (hver veit hvar það fólk er niðursett) og svo eru margir sem eiga ættingja sem eiga ekki þak yfir höfuðið þarna niður frá. 1,5 milljónir manna eru heimilislaus, 200.000 manns látnir og annað eins stórslasað. BMC er með hjálparhóp þar sem fólk hittist einu sinni í viku og er aðstoðað við að hafa uppi á ættingjum sínum o.s.frv. Einhvern veginn breyta þessir hlutir viðhorfi manns til annarra hluta í heiminum, m.a. kreppunni á Íslandi...
En það eru sem betur fer líka jákvæðir hlutir sem gerast á göngudeildinni, t.d. parið frá Kenya sem kom til mín brosandi út að eyrum um daginn því þau höfðu verið aðskilin í 5 ár en hún nýkomin með dvalarleyfi og flutt til USA. Eða stelpan sem hafði lést um 15 kg frá því ég sá hana fyrir ári með því að hætta að borða snakk og gos! Eða 28 ára heróínfíkillinn sem ég kom inn á spítala síðasta sumar með bullandi enterococcus endocarditis og mitrallokuleka sem gengur nú vel með á suboxone.
Annars hefur febrúarmánuður verið viðburðarríkur, þar má m.a. nefna ferð til Íslands, þorrablót í New York og nýleg ferð til Chicago sem er nú alveg stórkostleg borg - iðandi af mannlífi!
Wellsí, hef þetta ekki lengra í bili.

3.11.09

31. október

Halloween! Án efa eitt skemmtilegasta djammkvöldið hér í USA! Minnir mig svolítið á gamlárs heima - ákveðin eftirvænting í loftinu, biðraðir í vínbúðum og allir á leið út að skemmta sér :)
Og það gerðum við svo sannarlega líka, íslenska djammliðið hér í Boston. Klædd upp sem Madonna, Cowgirl og Slash þá fórum við vítt og breitt um Boston-borg og enduðum svo í partýi hjá áður óþekktum nágranna mínum sem var hrifinn af íslenskri djamm-þrautseigju. Mér var reyndar ískyggilega oft ruglað saman við 1920´s flapper píu sem var reyndar alls ekki slæmt eftir að ég áttaði mig á því hvað það þýddi...

("In 1920´s the word "flapper" described a young woman who rebelled against convention. Like jazz music, the gangsteand, the speakeasy and the funloving flapper was a product of 1920s urban America. Most American women were not flappers but the flappers shocking behavior set a tone that helped many women explore Jazz Ages freedom without fear.")

Já - ekki amalegt það...

21.10.09

Hálfnað verk þá hafið er

Ótrúlegt hvað tíminn líður hratt...

Nú er ég að verða hálfnuð með tímann minn hér í Boston og hef hafið undirbúning að næsta kafla - nefnilega umsókn um hem/onc fellowship (sérnám í blóðsjúkdóma/krabbameinslækningum). Já, sumir vilja meina að ég hafi tekið kúvendingu í vali mínu á sérnámi en satt best að segja þá hafði ég aldrei ákveðið 100% að fara í hjartalækningar - valið stóð alltaf milli þess og krabbameins.
Og fellowshipið hefst væntanlega sumarið 2011, það er reyndar alveg hugsanlegt að ég verði áfram í Boston en þó líklegra að ég færi mig eitthvað annað. Nú er tekið við annað umsóknarferli, ekki ósvipað því sem ég gekk í gegnum fyrir 2 árum. Umsóknir, personal statement, CV, meðmælabréf, viðtöl - og svo kemur þetta allt í ljós í júní á næsta ári :)

3.7.09

Svipbrigði

Jæja, nú er kominn tími á eins og eitt blogg!
Úff, hef gert svo margt síðastliðinn mánuð að mér fallast nánast hendur að fara að segja frá því öllu - held ég verði að gera þetta í upptalningarstíl eins og Pógó, stuttum upptalningarstíl með nánari details to follow í komandi bloggum.
- kláraði step 3 í byrjun júní, nú verður næsta próf eftir ca. 2 ár - þ.e. internal medicine board prófið (er byrjuð að lesa, jæks!)
- sumarfrí á Íslandi/í Danmörku í byrjun júní, var alveg yndislegt
- sumarfrí á Miami fyrir viku, var þvílík upplifun fyrir Íslendinginn sem hefur ekki áður kynnst fólki sem á bíla fyrir 100 milljónir...
- byrjaði sem resident á CCU rotation fyrir 2 dögum, það verður án efa krefjandi (með glænýja interna sem eru að læra á kerfið) en skemmtilegt!

En verð að eyða smápúðri í að tala um titilinn á þessu bloggi - svipbrigði... hef aldrei fengið jafnmörg komment á mín eigin svipbrigði eins og á þessu eina ári hér í USA. Spítalaliðið hér og þá aðallega sérfræðingarnir eru steinhissa á öllum mínum svipbrigðum í vinnunni - Dr. Benjamin sagði við mig í dag að hún gæti nánast séð hjólin snúast í hausnum á mér þegar ég hugsa og spekulera á stofugangi, haha og augabrúnin mín (sú vinstri) er nánast orðin alþekkt hér á BMC. Og ég er að spá hvort þetta sé ekki kúltúrelt! Tjáum við okkur meira með svipbrigðum á Íslandi heldur en hér?!? I would luv some input...

26.5.09

VA-blizz

Vá hvað maí hefur liðið hratt!

Hef verið í þvílíkri sælu á VA-spítalanum í West-Roxbury þennan mánuðinn. Hef að vísu verið að leggja inn annan hvern dag til kl. 19 en aðra daga hef ég losnað á hádegi. Og 2 daga mánaðarins var ég með 0 sjúklinga og þurfti því ekkert að mæta! Já, alveg yndislegur lokamánuður á árinu og svo tekur við sumarfrí í næstu viku.
Annars tók ég forskot á sumarfríssæluna um miðjan mánuðinn þegar við Ólöf skelltum okkur á Cape Cod með 15 frökkum og 3 könum. Leigðum sumarhús (sem var svona hálfgerð villa því Cape-urinn er að mestu sumarleyfisstaður ríka fólksins hér). Það vildi svo til að þetta var akkúrat júróvisjónhelgi svo við hlustuðum mikið á júróvisjónlög og við Ólöf reyndumst fróðastar um keppnina (frakkarnir vissu lítið og kaninn bara ekki neitt!) - hmmm... veit ekki alveg hvort við vorum stoltar af því samt, haha....
Cape Cod er alveg yndislegur staður, strendur og litlir sætir smábæir út um allt og allir í chillaðri stemmningu. Kíktum á Provincetown sem er þekkt fyrir gay skemmtanalíf, svakalega kósý bær á tánni á Cape-num.
Svo er ferðinni heitið til Íslands með stuttu stoppi í Köben eftir rúma viku - það verður yndislegt að kíkja heim :)

Kvöldmatur á pallinum hjá Ólöfu

Kvöldmatur á pallinum hjá Ólöfu

Þorgeir, Hlynur, Janus og Barbara í heimsókn

Þorgeir, Hlynur, Janus og Barbara í heimsókn