26.6.08

Lets get ready to rumble!!!

Hei kids!
Þá byrjar það - bloggið mitt, dvöl mín í USA, vinna mín á BMC - og mér líður svona eins og boxara rétt áður en bjöllunni er hringt...
Annars hefur lífið farið vel af stað hér í Boston. Kom f. 2 vikum og er búin með meirihlutann af öllum þessum leiðinlegu en jafnframt lífsnauðsynlegu hlutum eins og fá sér bankareikning, síma, ganga frá alls konar pappírsmálum (USA er pappírsland dauðans) o.fl. o.fl. Svo byrjaði spítalinn rólega á 8 daga orientation þar sem okkur voru kynnt alls konar mál, allt frá því hvernig festa á berklamaskann á sig (já og athugað hvort hann væri berklaheldur með því að sprauta sakkaríni framan í mann!) að því hvernig lífeyrismál, heilbrigðistryggingar og stéttarfélög virka hér. Heyrðu, já og svo var farið með Íslendinginn í hvalaskoðun úti fyrir Boston-ströndum. Hafði nú vit á því að þegja að mestu um okkar hvalveiðar, a.m.k. nefndi ég það ekki við fólkið sem stýrði hvalaskoðunarbátnum og hafði gefið öllum hvölunum nöfn og vissi hvað þeir voru gamlir og hvað þeir áttu mörg afkvæmi o.s.frv.
Krakkarnir í prógramminu eru 60 og fyrstu kynni af þeim eru góð. Þetta er fólk alls staðar að úr USA og svo eru nokkrir útlendingar, þau sem koma lengst að eru frá Indlandi og Brasilíu. Á fyrsta degi áttu allir að kynna sig og ég varð strax þekkt sem Íslendingurinn með nafnið sem enginn gat borið rétt fram og voru margir mjög ánægðir með SíSí gælunafnið mitt nýja. Aðrir eru reyndar mjög metnaðargjarnir og eru enn að reyna við Sigurdísarnafnið - kemur oftast út sem Sykurtis með áherslu á miðhlutann -jamms... SíSíar nafnið fær sífellt fleiri áhangendur.
Svo hef ég ákveðið að gera mitt besta í að kenna USA-fólki íslenskar drykkjuvenjur. Það er merkilegt hvað djamm-lífið er allt öðruvísi hérna megin við Atlantshafið. Drykkirnir eru blandaðir 50:50 hér, t.d. G&T og fólk fær sér kannski 1 eða jafnvel 2 ef það er svona "living on the edge" týpa en drekkur þetta þá á nokkrum klst. svo það sér lítið á því. Þessi nýja blanda er hins vegar mjög hættuleg fyrir Íslendinginn sem drekkur jafnhratt og jafnmikið og heima... Frekar en að aðlaga mig að USA-drykkjuvenjum hef ég ákveðið að aðlaga USA-búa að íslenskum drykkjuvenjum og hef ákveðið að halda brennivíns/hákarlspartý sem fyrst (vantar by-the-way sjálfboðaliða í að flytja þessa hluti til mín :)
Jæja - er á fyrstu dögum vinnu, byrjaði í gær - meira um það seinna.

Kvöldmatur á pallinum hjá Ólöfu

Kvöldmatur á pallinum hjá Ólöfu

Þorgeir, Hlynur, Janus og Barbara í heimsókn

Þorgeir, Hlynur, Janus og Barbara í heimsókn