18.7.08

Úfff - nú er heitt!

Jamms, nú er heitasti tíminn í Boston og sl. daga hefur hver dagur verið öðrum heitari. Um helgina var 35° C hiti og sól og maður meikaði varla að fara á fætur. Hér í íbúðinni hennar Ólafar er loftkæligræja í svefnherberginu og því hef ég haldið til þar að mestu. Harvard internal medicine kúrsinn er í fullu swingi og því komu Þorgeir, Barbara, Hlynur og Janus - kollegar mínir að heiman - til að fræðast um USAíska læknisfræði. Hefur verið þvílíkt gaman að hitta þau, hef haft nógan tíma því ég hef verið í fríi 5 daga sl. viku (var ekkert kölluð inn af krónísku bakvaktinni, a.k.a. "frí á launum") en var svo reyndar kölluð inn á gjörgæsludeildina á hermannaspítalanum um helgina því þar vantar einn aðstoðarlækni sem er enn að bíða eftir visa afhendingu úti í Indlandi! Það var gaman að kynnast hermannaspítalanum - sjúklingarnir voru allt karlmenn, flestir reyndar gamlir "veterans" sem börðust í Víetnamstríðinu og löngu hættir í hernum. Gjörgæsludeildin er lítil (8 rúm) og því hæfilega mikið álag (svaf 6 tíma eina nóttina!=) og mér gafst góður tími til að spá í öndunarvélum og pressorum og alls konar hlutum sem ég kann lítið á (og reyndist alveg ótrúlega spennandi - alltaf gaman að læra nýja hluti). Í næsta mánuði fer ég svo á gjörgæsluna á BMC sem er svolítið annað mál - þar hugsar maður um allt að 30 sjúklinga! á nóttunni og tekur 30 tíma vakt 3. hvern dag - verður án efa lærdómsríkt/krefjandi...
Verð samt eiginlega að segja ykkur frá lyfjarobottnum sem ég rakst á á VA-spítalanum (a.k.a. hermannaspítalanum) - alveg merkileg græja sem keyrir um allan spítalann með lyf handa sjúklingum, allar hurðir opnast sjálfkrafa fyrir henni "Lucy" sem gefur svo til kynna að hún sé mætt "Lucy is here with meds"! Merkileg uppfinning!

Ég er mjög stolt af kollegum mínum heima sem berjast nú fyrir betri kjörum lækna. Það er nefnilega þannig (og fáir sem vita af því) að laun lækna hafa dregist aftur úr öðrum sambærilegum stéttum undanfarin ár. Nýútskrifaður kandídat eftir 6 ára nám í HÍ byrjar með 274.000 í grunnlaun. Læknir sem kemur heim úr 6 ára löngu sérnámi og ræður sig til starfa á Landspítalanum fær 471.000 kr. í grunnlaun. Spáið í því!!! Þegar ég kem heim frá Boston eftir að hafa verið á sultarlaunum í 6 ár og lagt 12 ára nám að baki þá næ ég ekki einu sinni 500.000 kr. í grunnlaun! Verð sennilega að flytja inn í eina af þessum gámaíbúðum sem lagt hefur verið til að innrétta og lifa á vatni og brauði - ja og kannski stöku bjór... Áfram Ragnar & co. - ég styð ykkur heilshugar í kjarabaráttunni!

Smáfréttir af djammleit minni hér í Boston. Um daginn fór ég á dansiklúbb með vinum mínum þeim Ann, Pushpak og Sunny. Og það minnti loks aðeins á íslenska djammstemmningu. Svona dansiklúbbar eru nefnilega sniðugir ef maður fílar að dansa. Fólk fer eingöngu til að dansa og djúsa og Kaninn kann sko alveg að dansa. Þetta var svona R&B, club, dance stemmning og kallast að "go clubbing". Og staðurinn hét The Estate - hvernig getur slíkur staður klikkað!

11.7.08

Hið ljúfa líf

Jamms - hið ljúfa spítalalíf er nú gengið í garð. Ég er hætt á deildinni því stelpan sem ég var að leysa af fékk lækningaleyfið sitt á miðvikudag. Og nú er ég komin á krónísku bakvaktina, sit úti á palli í sólbaði og hugleiði næstu skref í verkefninu... og get su sem verið kölluð inn hvenær sem er til að dekka ef einhver veikist. Já, það er undarlegt hvað álaginu er misdreift á þessum rotationum. Mér heyrist samt deildarvinnan á ENC (east newton campus - þar sem ég hef verið sl. 2 vikur) vera erfiðasta rotationin. Þar leggjast veikustu sjúklingarnir inn, með margvísleg vandamál. Það voru t.d. nánast allir með sykursýki og talsverður hluti sjúklinganna kom í gegnum heimaþjónustu sem sinnir lömuðum. Fyrsti sjúklingurinn sem ég lagði inn á BMC verður mér án efa minnistæður - 23 ára stúlka sem hlaut brot á C2 í bílslysi 11 ára og hefur því verið lömuð fyrir neðan háls og á öndunarvél í 12 ár! Hún virtist alveg magnaður einstaklingur, brosti og gerði að gamni sínu og tók þessu af miklu æðruleysi. Og átti frábæra fjölskyldu sem sá um hana.

Svo heyrist mér líka á öllu að þetta medisín-prógramm sé með þeim erfiðari í USA. Það kemur mér reyndar ekki á óvart eftir þessar fyrstu vikur því þetta vinnuálag virðist jafnast á við kirurgískt vinnuálag. En fólkið sem hefur gengið í gegnum BMC-prógramm er líka þekkt fyrir það að búa yfir mjög góðri þjálfun. Svo það er gott! Það mæðir mikið á internunum sem sjá alveg um allt fyrir sína sjúklinga og reporta svo í residentinn. Það er frábært fyrir mig - þ.e. að ég fái að gera sem mest í stað þess að verða eitthvert pappírsdýr sem fyllir bara út beiðnir osfrv.

Svo eru krakkarnir í prógramminu nú aðeins að koma til. Held þau sjái það að eina leiðin til að komast í gegnum þetta heilvita sé að fylgja mottóinu "work hard, play hard" - og ég legg áherslu á play-hlutann :) Það er ómögulegt að vinna bara og sofa og vinna og sofa og vinna og sofa - þetta þarf að vera eitthvað meira á þessa leið: vinna - góður matur/gott rauðvín - sofa - kaffi - vinna - kaffi - fara á djassbúllu - bjór - sofa
Finnst ykkur ekki?!? :)

Ein pæling svona í lokin - merkilegt hvað er mikið af lágvöxnu fólki hérna í USA. Held ég sé með þeim hæstu í intern-bekknum! Og ég er algjör meðalkona á hæð 1.67 m!!! Fór út með nokkrum krökkum á Cambridge pöbbarölt í vikunni og er ég var á labbinu uppgötvaði ég að gaurarnir 4 voru allir minni en ég! Og þeir áttu s.s. rætur að rekja hingað og þangað - einn af ítölsku bergi brotinn, veit reyndar ekki alveg með hina. Er þetta einhvers konar USAsískt náttúruval? Survival of the shortest?

3.7.08

Workin' 9 to 5 - what a way to make a livin´

Yehes... ekki vanmeta 9 til 5 vinnu!

Vinnudagurinn á BMC byrjar kl. 7 og endar þegar hann endar...
Úfff, fyrsta vikan í vinnu hefur óneitanlega verið svolítið röff - í fyrsta lagi þá kann maður ekkert á kerfið og þarf endalaust að spyrja fólk að hlutum eins og hvernig eigi að ná í þennan eða panta þetta eða pípa á þennan eða hvar klósettið sé o.s.frv. Svo eru fataskáparnir með einhverjum fáránlegum lásum sem þarf að snúa sitt á hvað til að opna - tekur mig svona 10 mín. að komast inn í þá! Í annan stað þá hefur vinnutíminn verið hrikalega langur þessa fyrstu daga. Hef verið í vinnunni 14-16 tíma þessa "hefðbundnu" vinnudaga og svo tekið eina 30 tíma vakt. Var alveg himinlifandi í gær þegar ég slapp út eftir 12 klst.! Fyrsta 30 tíma vaktin gekk þokkalega en ég drakk líka 3 kaffibolla á stofugangi daginn eftir til að halda mér vakandi. Svo upplifði ég klassískt "postcall confusion syndrome" þegar ég mætti í vinnu kl. 8! í stað kl. 7 daginn eftir 30 tíma vaktina. Uppgötvaði það á strætóstoppistöðinni á leið í vinnu...

Aumingjans krakkarnir sem eru að vinna með mér (hinir internarnir eru allflestir nýskriðnir úr læknadeild) - þau eru öll frekar mikið að fríka út á þessu. Einn þeirra sagði mér í dag að hann mætir kl. 4:30 til að átta sig á hlutunum áður en residentarnir koma kl. 7:30! Annars er hinn hefðbundni vinnudagur rólegri en heima. Internarnir (þ.e. ÉG) mæta kl. 7 og hitta interninn sem var á næturvaktinni og fá updeit um sjúklingana. Svo kíkjum við á veikustu sjúklingana (þ.e. pre-roundum í hálftíma) og hittum svo residentinn og sérfræðinginn kl. 7:30. Þá er genginn hefðbundinn stofugangur til kl. 10 og þá hefst pappírsvinna - athuga niðurstöður, hringja eftir konsúltum o.s.frv. Svo er alltaf hádegisfundur - þar fáum við mat og fræðslu. Eftir hádegi sest sérfræðingurinn niður með okkur í 1-2 klst. og spjallar um eitthvað topic. Svo fer maður yfirleitt aftur og kíkir á sína sjúklinga, skrifar framvindunótur um hvern og einn og í lok dags hittir maður svo interninn á vaktinni og "signar út". Þannig sér maður um sitt teymi 6 daga vikunnar (1 frídagur í viku!) en ofan á það leggjast innlagnir á teymið ca. 2-3. hvern dag. Suma daga leggur maður inn frá 7-12, aðra frá 12-19 og á 30 klst. vöktunum leggur maður inn frá kl. 19-07. Á hverju teymi eru svo 2 læknanemar og þau eru alveg ótrúlega dediceruð. Um daginn lenti teymið mitt í því að þurfa að leggja inn 5 sjúklinga sem komu allir í lok innlagnarvaktarinnar milli kl. 18-19 (ég var í fríi :) - þetta leiddi til þess að aðstoðarlæknirinn komst ekki heim fyrr en kl. 03, residentinn fór kl. 05 og einn læknaneminn fór ekkert heim heldur var alla nóttina - svo mætti allt teymið aftur kl. 07! Yes, dedication er besta orðið!

Jæja - ætla að kíkja niðrí bæ á 4. júlí hátíðarstemmninguna.


Orðskýringar:
Intern = "aðstoðarlæknir" (allir þurfa að taka intern ár eftir læknadeild, hægt að velja milli lyflæknisfræði, skurðlæknisfræði eða blandaðs árs)

Resident = "deildarlæknir" (krakkar sem eru búnir með intern árið - lyflæknisfræðiprógramm samanstendur af einu intern ári og 2 resident árum)

Kvöldmatur á pallinum hjá Ólöfu

Kvöldmatur á pallinum hjá Ólöfu

Þorgeir, Hlynur, Janus og Barbara í heimsókn

Þorgeir, Hlynur, Janus og Barbara í heimsókn