21.8.08

Dr. House fílingur

Ok - varð að setjast niður og blogga aðeins um síðasta sólarhringinn minn í vinnunni.

Hef verið í þvílíkum House-fíling á gjörgæslunni. Fengum til okkar karlmann um sextugt í gærmorgun sem hafði akút ruglast á mánudagskvöld/nótt og var sendur frá öðrum spítala sem hafði ekki getað fundið út hvað var að honum. Hann presenteraði í akút nýrnabilun (krea 200), með metabólíska acidósu (bíkarbónat 7) með hækkuðu anjónabili (25). Hann var akút ruglaður, fálmaði út um allt, gaf enga sögu, þurfti mikið af róandi lyfjum til að halda honum rólegum. Þegar líða tók á uppvinnsluna komu í ljós calcium oxalate kristallar í þvagi, osmólar gap 25 og nýrnabilunin hélt áfram að versna svo hann var að lokum intuberaður og fór í blóðskilun. Kærastinn hans og frændi sögðu hann hafa rifist við einhvern góðvin sinn um helgina og höfðu áhyggjur af því að einhver hefði mögulega eitrað fyrir honum. Líklegasta greiningin augljóslega ethylene glycol eitrun (klassískt ef fólk drekkur t.d. frostlög). Svo ég eyddi gærkvöldinu í að tala við rannsóknarlögreglumenn, tala við poison control centrið í Boston, senda blóð í ethylene glycol mælingar og koma "blueberry pie" kökunni og öllum vökva sem fannst í ísskápnum hans í rannsókn!!!
Djæsí - þvílíkt case! Ég er smám saman að átta mig á mikilvægi þess að fara í sérnám í útlandinu - hér sjáum við extreme tilfelli í hverri viku...

14.8.08

Er til eitthvað betra en Mint Chocolate Chip ís?!?

Sit og gæði mér á gómsætum pönnsum með jarðaberjum, bananabitum og Mint Chocolate Chip ís frá Edy´s (sem er einn besti ís sem ég hef smakkað!) og sötra kaffi... mmmm.... og við svona aðstæður er upplagt að blogga! Var á vakt á gjörgæslunni í nótt og náði að sofa frá kl. 23 - 07 í morgun, djæs - svaf meira á vaktinni heldur en ég hefði gert hérna heima! Labbaði reyndar einn rúnt kl. 04 og kíkti á hjúkkurnar, bara svona til að vera viss um að píptækið mitt væri örugglega virkt og já, það virkaði en það var bara ofurrólegt. Hjúkkurnar á gjörgæslunni eru svaka töffarar og hafa mikinn áhuga á Íslandi. Það virðist einhvern veginn vera almenn vitneskja að Ísland sé "inn" túrista-staður núna. Svo ég hef gert mitt besta í landkynningu og mætti með þrista á svæðið um daginn. Fólk var að vísu svolítið hikandi þegar það heyrði um lakkrísinn - USA er nefnilega ekki mikið lakkrís-land, hér er lakkrís harður og óspennandi. En flestir lögðu nú í þristana og líkaði vel -- ég ætla að fylgja þessu vel eftir með apolló-lakkrís á morgun :) Það þyrfti nú eiginlega að gera meira út á útflutning á íslensku sælgæti, yrði örugglega rjúkandi sökssess!

Verð að fá að tjá mig um eitt, ja eða tvö spítalamál sem mér finnst frekar óskiljanleg.
1) HIV-test - hér þurfa sjúklingar sjálfir að samþykkja skriflega HIV prófun. Sem er auðvitað gott og blessað en ef sjúklingar liggja lífshættulega veikir, meðvitundarlausir í öndunarvél með sýkingu af óþekktum uppruna og lág hvít blóðkorn þá getur læknirinn ekki ákveðið að keyra HIV próf og ættingjarnir mega ekki samþykkja fyrir hönd sjúklingsins. Neeeeiiiii, það verður að bíða og vona að sjúklingurinn vakni þó svo það væri klárlega í hans hag að vita hvort hann sé HIV smitaður svo hægt sé að gera sér betur grein fyrir hvað um sé að ræða. Mér finnst þetta frekar óskiljanlegt.

2) Réttur ættingja - hér útnefnir fólk svokallaðan "health care proxy" sem á að taka allar ákvarðanir fyrir hönd þess ef það veikist alvarlega. Og réttur þessara proxy-einstaklinga er mikill. Ef t.d. 80 ára gömul kona með alzheimer til 10 ára kemur inn með lífshættulega sýkingu, þarf 3 pressora, öndunarvél, er í fulminant sepsis með DIC - sem sagt haldið á lífi með vélum og er miklu nær dauða en lífi - þá getur læknirinn ekki tekið þá ákvörðun sem honum finnst skynsamlegust (sem væri í þessu tilfelli klárlega að leyfa aumingja konunni að skilja við) heldur getur ættinginn sagt, "gerið hvað sem er til að halda lífi í henni". Og ef það væri ekki gert, hvað þá? Jú, þá er kært! Annað dæmi - 85 ára karlmaður kemur inn með basilar artery thrombosu - sem sagt drep í hálfum heilanum út af blóðtappa sem stíflaði eina af þremur aðalblóðæðum til heilans - alveg klárt að hann eigi aldrei eftir að vakna. Ættingjarnir geta krafist þess að hann sé hafður á öndunarvél og þannig haldið á lífi, fluttur á endurhæfingarheimili og þar gæti þessi maður lifað mánuði og ár, algjörlega út úr heiminum...
Úff, þetta er frekar heavy blogg hjá mér í dag en ég varð aðeins að fá að deila þessu - þetta er öðruvísi heima, auðvitað er hlustað á ættingjana sem miðla óskum eða hugsanlegum óskum sjúklingsins en læknirinn ber alltaf ábyrgðina á lokaákvörðuninni, hún á ekki að hvíla á herðum ættingjanna og í sumum tilfellum er það sjúklingnum fyrir bestu að leyfa honum að fara, hvort sem ættingjarnir gera sér grein fyrir því eða ekki.


Jæja, að allt öðru. Það er allt að gerast hjá mér þessa dagana - ég stend í flutningum, er að fara á evrópska hjartaþingið í Munchen og fæ familíuna mína í heimsókn fyrstu helgina í september! Sem sagt skemmtilegur tími framundan! Það verður náttúrulega frábært að flytja nær spítalanum og miðbænum. Íbúðin á Shawmut Avenue er svakakósý - lítil eins og allar miðbæjaríbúðir en kósý með litlum palli og fullt af blómum - verð að birta myndir við tækifæri. Fór einmitt að versla hitt og þetta inn í íbúðina í dag og hér gengur allt út á það að spara pláss. Allar hirslur og þess háttar er hannað á þann veginn að það taki sem minnst pláss. Og hvað er í gangi með þessa "resealable" poka hérna! Allt matarkyns sem maður kaupir er í pokum með zipper - ostur, skinka, grænmeti - alveg þvílíkt notendavænt! Það gæti einhver grætt mikið á "resealable bag" hugmyndinni heima! Hmmm.... já þessir pokar hafa ekkert með flutninginn að gera - varð bara að skella þessu hérna með!

Svo hlakka ég mikið til að fara á evrópska hjartaþingið. Fékk samþykkt veggspjald á þingið sem snýr að hjartaverkefninu mínu heima - fékk þessar upplýsingar í apríl - stjórnendur prógrammsins hérna gátu samt ekki ákveðið sig fyrr en seinustu dagana í júlí hvort þeir gætu séð af mér í 4 daga eða ekki.... já, þeir komust loks að því að ég væri ekki alveg ómissanleg! Svo einhverjir af mínum co-internum munu dekka mig og ég þarf að borga þeim tilbaka m.þ.a. vinna fyrir þá einhvern tímann þegar ég er í fríi... jamms, njótið þess læknar, að hafa námsleyfin heima - þau fyrirfinnast ekki hér! :)

Wells, hef ekki meira í bili - kisses and knuses heim!

1.8.08

Kaffi og pennar

Jæja, svolítið síðan ég skrifaði síðast en hef líka verið bissí - fékk nefnilega Ingu og Guðrúnu í heimsókn til mín :) Þær lögðu þvílíkt ferðalag á sig til að komast hingað, flugu til NY og tóku svo Chinatown rútuna til Boston. Tinna vinkona hafði löngum mælt með þessari rútu og stelpurnar urðu ekki fyrir neinum vonbrigðum held ég. 15,- USD aðra leið, ágætis rútur og voru 4 klst. á leiðinni - talsvert betra en þegar ég tók Amtrak lestina sömu leið á 80,- USD, lestin bilaði 2x á leiðinni og tók mig því 7 klst.!!! - Yeees, tékkiði á http://www.fungwahbus.com/ ef þið ferðist þessa leið.

Stelpurnar stoppuðu í 5 daga og við náðum að túristast svolítið milli verslunarferða :) - fórum m.a. á Nantasket ströndina fyrir sunnan Boston sem var ágæt, átti reyndar von á silkihvítum sandi og volgum sjó en þetta var svona meira steinaströnd og Atlantshafið hérna vestan megin frekar kalt - það er nú samt alltaf næs að liggja og sóla sig!

Það eru tveir hlutir sem ég sakna frá Landspítalanum og hef stórlega vanmetið - nefnilega kaffi og pennar! Á BMC eru engir pennar á deildunum svo maður verður að koma með sína eigin og ef þeir týnast þá getur ritarinn kannski lánað! manni penna ef hún er í góðu skapi. Ótrúlegt! Á deildarlæknaherberginu á Lansanum voru svona 300 pennar, hvað þá á deildunum. Svo er það kaffiskortur - á BMC er ekkert kaffi að fá á deildunum, það eina sem til er í býtibúrinu eru lítil saltkex, frekar óspennandi. Svo maður verður að byrja hvern morgun á að kaupa sér kaffi á Starbucks eða Dunkin Donuts. Ég hef ekki enn áttað mig á því hvort ég fíli kaffimenninguna hérna... kaninn drekkur ekki sterkt kaffi og þeir eru mikið í þessum mjólkurblönduðu kaffidrykkjum sem geta s.s. verið ágætir en til að vakna á morgnana þarf ég SVART + STERKT kaffi! Já, það er ótrúlegt hvað kaffi og pennar geta skipt mann miklu máli :)

Svo er ég komin með íbúð sem ég flyt í seinni partinn í ágúst. Hún er á Shawmut Avenue sem er í 10 mín. göngufjarlægð frá BMC sem er frábært! Núna tekur það mig 30-40 mín. að komast niðureftir og þegar maður vaknar kl. 5 á morgnana þá skipta 30 mín. miklu máli! Íbúðin er svakakósý með litlum terrass og 1 svefnherbergi. Það verður gott að fá dótið frá Íslandi og geta komið sér vel fyrir. Hún er í South End hverfinu sem er aðalgay hverfið í Boston, þar eru fullt af kósý kaffihúsum og veitingastöðum og flestir bekkjarfélagar mínir búa í þessu hverfi.

Gjörgæslan leggst vel í mig, búin með fyrstu 30 tíma vaktina sem gekk vel. Álagið á gjörgæslunni er allt öðruvísi en á deildunum því það mæðir langmest á 1. árs deildarlækninum. Hann sér um allar innlagnir á GG en við gerum dagnótur. Þannig svaf ég 5 klst. á fyrstu 30 tíma vaktinni en aumingja deildarlæknirinn lagði inn 6 sjúklinga og svaf ekkert! Og ég má ekkert hjálpa honum ef hann er að drukkna, hann verður að sjá um sjúrnalana alveg sjálfur. Þetta er því brjálað álag og hálfgerð prófraun fyrir 1. árs deildarlæknana (spáið í því, þetta eru krakkar sem kláruðu intern-árið í júní, nú reka þau allt í einu GG-deildina og stýra öllum endurlífgunum!). Gjörgæslan er öðruvísi hér en heima því hér sjá medisínerar um GG en ekki svæfingalæknar. Svæfingalæknarnir intúbera að vísu en við gerum allt annað. Svo það er svakagaman að læra að setja leggi og læra á öndunarvélarnar o.s.frv.

Vona að þið njótið veðursins heima - það er fáránlegt að fylgjast með þessum hitatölum á mbl... :)

Kvöldmatur á pallinum hjá Ólöfu

Kvöldmatur á pallinum hjá Ólöfu

Þorgeir, Hlynur, Janus og Barbara í heimsókn

Þorgeir, Hlynur, Janus og Barbara í heimsókn