22.9.08

Þetta gengur ekki lengur...

Jæja - nú gengur þetta bloggleysi mitt ekki lengur!

Var að klára að taka upp úr kassa nr. 15 og á bara 3 eftir!!! Júbbííííí, íbúðin á Shawmut Avenue er bara að verða svakakósý :=) Kláraði housesitting tímabilið í íbúðinni hennar Ólafar í lok ágúst og flutti hingað og er nú í 5 mín. göngufjarlægð frá BMC. Nýtti mér það vel í morgun þegar ég svaf til 6:30!!! og skoppaði svo út á BMC 5 mín. í sjö! Var nefnilega á hermannaspítalanum í West-Roxbury sl. 4 vikur og það tekur svona 1 til 1,5 klst. að ferðast þangað með lest + strætó aðra leið! Djæs - var að verða geðveik á því langa ferðalagi og að vakna kl. 5 á morgnana...

Annars hafa sl. vikur verið þvílíkt viðburðaríkar því ásamt því að flytja þá skrapp ég til Munchen og fékk svo familíuna í heimsókn til Boston.

Munchen hjartaráðstefnan var frábær! Hitti þar Steinunni og Kötu, Björk og Fríðu Björk og nánast alla hjartasérfræðinga Íslands! Fékk að kynna veggspjald varðandi hjartaverkefnið mitt heima - bólgumiðla og endurþrengsli í stoðnetum - frábært forum til að kynna þetta á, stærsta hjartaráðstefnan í Evrópu, litlu minni en ACC-ráðstefnan. Og það var vissulega yndislegt að hitta kollega að heiman og fá sér eins og eitt eða tvö, ja eða þrjú rauðvínsglös, nokkra mohito, G&T og tequila-skot með þeim :) Já - það var stuð og slíkt hefði aldrei getað gerst með USAískum hjartasérfræðingum get ég sagt ykkur... svo var náttúrulega yndislegt að hitta vinkonur mínar og slúðra svolítið...

Familían kom svo í heimsókn í byrjun september - amma, mamma og pabbi, systa og brósi - frábært að fá þau öll og geta sýnt þeim Boston & surroundings. Þau lentu í þvílíkri hitabylgju hér í september mánuði, 25-28 stiga hiti og sól! Við náðum að gera mikið á 5 dögum - túruðum um Faneuil Hall, downtown svæðið, fórum í duck-tour (sem var by the way mjög gaman), út að borða á frábærum veitingastöðum (sáum sólsetrið á Top of the Hub, það var meiriháttar) og svo túruðu þau dáldið duglega í kringum Cambridgeside Galleria mollið á meðan ég sat á stoppistöðinni á hermannaspítalanum... - jamms, það var vissulega erfitt að kveðja þau en ég ætla að kíkja heim í kringum afmælið mitt í desember :=)

Annars er allt að verða klárt fyrir hákarls- og brennivínspartýið mitt - familían var svo hugrökk að flytja þessar gersemar til mín - á bara eftir að ákveða dagsetningu og skora á kanana ;)

Risaknús heim,

Kvöldmatur á pallinum hjá Ólöfu

Kvöldmatur á pallinum hjá Ólöfu

Þorgeir, Hlynur, Janus og Barbara í heimsókn

Þorgeir, Hlynur, Janus og Barbara í heimsókn