23.2.09

Bandariska bradamottakan

A ok, nu verdur bloggad fra spitalanum i fyrsta skipti - hence engir islenskir stafir....

Hef verid a bradamottokunni i 2 vikur og thad hefur verid ahugaverdur timi. Her eru bradamottokulaeknar eiginleg starfsstett sem ser um fullordins- og barna-bradamottokuna og vid aumingjans internarnir faum smjorthefinn af thessu i 2 vikur. Her er acute hlid og non-acute hlid asamt 3 trauma herbergjum thar sem tekid er a moti bilslysum, hjartastoppum, skotarasum o.s.frv. Yfirleitt er nog um ad vera og hefur mer stundum fundist nog um. Acute hlidin er bara eitt stort rymi med tolvum fyrir hjukkur og laekna i midju herberginu - yfirleitt eru nokkrir ronar ad sofa ur ser, stundum kallandi okvaedisordum hvern a annan yfir herbergid, a.m.k. 1 sjuklingur med psykosu bundinn nidur i rum ad tala vid sjalfan sig eda oskra a okkur, 1-3 trauma i gangi a hverjum klukkutima (getur nu verid rolegra a nottunni, serstaklega a virkum dogum) og svo medisinskt veikir sjuklingar sem eru a leid upp a deild/gjorgaeslu. Ad sitja i thessu herbergi i 12 tima i ollum latunum getur reynt a taugarnar...
Hef sed ymislegt sem madur saei sennilega seint heima - t.d. Nigeriumann sem labbadi inn a bradamottoku i Nigeriu med skerandi brjostverk. Laeknar thar brugdu a hann omtaeki, greindu hann med aorta dissection og sogdu honum ad hans eina von til ad lifa af vaeri ad stokkva upp i naestu flugvel til Boston! Og hingad kom hann, beint a BMC fra flugvellinum og var kominn a skurdarbordid 3 klst. seinna. Med dissection fra aortarot nidur ad iliaca-aedum!
Eda dement sjotuga manninn fra Haiti sem taladi ekki stakt ord i ensku og samdi illa vid eiginkonuna heima - familian keyrdi hann barasta i naesta shelter fyrir heimilislausa med einn poka med fotum og lyfjum og aetladi ad geyma hann thar thar til elliheimili fyndist. Aumingja kallinn skildi ekkert sem var sagt vid hann, tokst nu ad rolta aftur heim til sin - var tha keyrdur aftur nidreftir og thad endadi med thvi ad staffid kom med hann a bradamottokuna. Okkur tokst ad pusla sogunni saman a 5 klst. og bidja dotturina ad gjora svo vel og koma og na i fodur sinn - shelter fyrir heimislausa vaeri enginn stadur fyrir dement mann sem skildi ekki stakt ord i ensku!
Ja - thad er margt undarlegt her.

Annars hefur verid nog um ad vera hja mer undanfarnar vikur - mikill gestagangur a Shawmut :)
Tinna, Oli og Vala komu fra New York um daginn og Inga fra Islandi. Attum saman meirihattar helgi thar sem raudvini og ostum var torgad og skalad i kampavini a Top of the Hub (sem er by the way ad verda ein eftirlaetisidjan min her :)
Svo stoppadi Hlynur vid her i sidustu viku og Orvar kom og tok step 3 og stoppadi nokkra daga. Okkur Orvari var bodid i bollukaffi til Gunnars og Elfu i gaer, Gunnar er her i gigtar-fellowshipi a BMC og eru thau hjon alveg yndisleg. Bua her i South End, ekki langt fra mer. Mikid var nu gott ad fa bollukaffi - einhvern veginn jafnast donuts a Dunkin (sem eg er tho farin ad gaeda mer a iskyggilega oft...) ekki alveg a vid islenskar vatnsdeigsbollur. Nu tharf eg bara ad verda mer uti um saltkjot og baunir a morgun, hmmm.... annars erum vid Olof og Sigrun a leid til New York um naestu helgi a islenskt thorrablot! Hlakka mikid til enda mikill thorrablotsmataraddaandi!

Kvöldmatur á pallinum hjá Ólöfu

Kvöldmatur á pallinum hjá Ólöfu

Þorgeir, Hlynur, Janus og Barbara í heimsókn

Þorgeir, Hlynur, Janus og Barbara í heimsókn