26.5.09

VA-blizz

Vá hvað maí hefur liðið hratt!

Hef verið í þvílíkri sælu á VA-spítalanum í West-Roxbury þennan mánuðinn. Hef að vísu verið að leggja inn annan hvern dag til kl. 19 en aðra daga hef ég losnað á hádegi. Og 2 daga mánaðarins var ég með 0 sjúklinga og þurfti því ekkert að mæta! Já, alveg yndislegur lokamánuður á árinu og svo tekur við sumarfrí í næstu viku.
Annars tók ég forskot á sumarfríssæluna um miðjan mánuðinn þegar við Ólöf skelltum okkur á Cape Cod með 15 frökkum og 3 könum. Leigðum sumarhús (sem var svona hálfgerð villa því Cape-urinn er að mestu sumarleyfisstaður ríka fólksins hér). Það vildi svo til að þetta var akkúrat júróvisjónhelgi svo við hlustuðum mikið á júróvisjónlög og við Ólöf reyndumst fróðastar um keppnina (frakkarnir vissu lítið og kaninn bara ekki neitt!) - hmmm... veit ekki alveg hvort við vorum stoltar af því samt, haha....
Cape Cod er alveg yndislegur staður, strendur og litlir sætir smábæir út um allt og allir í chillaðri stemmningu. Kíktum á Provincetown sem er þekkt fyrir gay skemmtanalíf, svakalega kósý bær á tánni á Cape-num.
Svo er ferðinni heitið til Íslands með stuttu stoppi í Köben eftir rúma viku - það verður yndislegt að kíkja heim :)

Kvöldmatur á pallinum hjá Ólöfu

Kvöldmatur á pallinum hjá Ólöfu

Þorgeir, Hlynur, Janus og Barbara í heimsókn

Þorgeir, Hlynur, Janus og Barbara í heimsókn