3.11.09

31. október

Halloween! Án efa eitt skemmtilegasta djammkvöldið hér í USA! Minnir mig svolítið á gamlárs heima - ákveðin eftirvænting í loftinu, biðraðir í vínbúðum og allir á leið út að skemmta sér :)
Og það gerðum við svo sannarlega líka, íslenska djammliðið hér í Boston. Klædd upp sem Madonna, Cowgirl og Slash þá fórum við vítt og breitt um Boston-borg og enduðum svo í partýi hjá áður óþekktum nágranna mínum sem var hrifinn af íslenskri djamm-þrautseigju. Mér var reyndar ískyggilega oft ruglað saman við 1920´s flapper píu sem var reyndar alls ekki slæmt eftir að ég áttaði mig á því hvað það þýddi...

("In 1920´s the word "flapper" described a young woman who rebelled against convention. Like jazz music, the gangsteand, the speakeasy and the funloving flapper was a product of 1920s urban America. Most American women were not flappers but the flappers shocking behavior set a tone that helped many women explore Jazz Ages freedom without fear.")

Já - ekki amalegt það...

Kvöldmatur á pallinum hjá Ólöfu

Kvöldmatur á pallinum hjá Ólöfu

Þorgeir, Hlynur, Janus og Barbara í heimsókn

Þorgeir, Hlynur, Janus og Barbara í heimsókn