26.3.10

CCU

Get ekki annað en bloggað aðeins um síðustu 2 vikur á coronary care unit rotationinni minni! Jiiiiiih, það hefur verið alveg ferlega gaman á CCU - ég held ég eigi svei mér þá eftir að sakna cardiologiu mikið! CCU teymið er mjög skemmtilegt að því leyti að við erum bæði með mjög veika sjúklinga á gjörgæslunni og líka hjartasjúklinga sem eru á almennri deild. Þannig fylgjum við þeim oft frá því þeir leggjast inn fárveikir þangað til þeir útskrifast heim af almennri deild. Og við höfum haft fullt af góðum tilfellum þennan mánuðinn. Þar má m.a. nefna tvo tvítuga stráka með myo/pericarditis - annar reyndist hafa CMV myocarditis en hinn lagðist inn fárveikur með pericardial tamponade og reyndist hafa 900 cc af pericardial vökva sem var tappað af. Ekki alveg klárt hvað er að þeim gaur þó svo berkla-pericarditis sé efst á lista. Svo fengum við inn 30 ára karlmann með WPW sem lagðist inn með a. fib. Hjartsláttur hans keyrði í 160-200 slögum á mínútu með víðcomplexa óreglulegu patterni en hann hélt uppi góðum blóðþrýstingi! Svo við reyndum að hlaða hann með íbútilíði í 12 klst (gúlp...) þangað til loks var ákveðið að rafvenda honum - og það gekk vel. Það gekk reyndar ekkert að finna aukabrautina í el-phys rannsókninni svo hann kemur inn seinna electívt, þeir munu sennilega fara gegnum pericardium-ið og vinna sig inn frá epicardium til að finna aukabrautina. Svo höfum við fengið inn tvo sjúklinga með hypertensive emergency sem reyndust hafa prímer hyperaldosteronisma. Annar var á nitroprússíð-dreypi um tíma (sem ég hef by the way aldrei notað áður) og gekk vel. Fengum svo 2 sjúklinga alveg fárveika með cardiac amyloidosu - önnur var í akút nýrnabilun líka með fluid overload með nýrnainvolvement. Við sjáum óvenjumikið af amyloidosu hér því þetta er aðalamyloidosucentrið í USA. Fólk kemur alls staðar að til að fá cutting edge meðferð og komast að í lyfjatræölum. Cardiac amyloidosis er leiðindagreining og ekki margir sem lifa ár með cardiac involvement. Svo var tilfellið sem reyndi mest á þessa vikuna sjúklingur um sextugt sem kom inn í hjartabilun sem fór í hjartastopp klukkutíma eftir innlögn og endurlífgunin stóð meira eða minna í 3 klukkutíma með intermittent blóðþrýstingi. Reyndist vera í alls konar arrythmíum á milli, m.a. Torsade, SVT með/án blóðþrýstings, gleiðkomplexa tachycardiu sem reyndist á tímum vera VT og á tímum SVT með aberrancy og svo þriðju gráðu AV-blokk. Algjörlega óljóst hvað var hér í gangi en ég held ég hafi farið í gegnum alla hugsanlega ACLS prótókolla á þessum 3 tímum. En það kemur væntanlega í ljós í krufningu hvað var hér á ferð, hugsanlega e-s konar infiltratívur sjúkdómur í hjarta...
Jæja, nóg komið af læknisfræðilegu jargoni í bili :)

Kvöldmatur á pallinum hjá Ólöfu

Kvöldmatur á pallinum hjá Ólöfu

Þorgeir, Hlynur, Janus og Barbara í heimsókn

Þorgeir, Hlynur, Janus og Barbara í heimsókn