21.9.10

Að komast aftur í gang...

Ok, þetta gengur ekki lengur!
Verð hreinlega að byrja bloggið aftur. Tvær ástæður:
1) Gaman að eiga þennan database um sérnámið þegar frá líður
2) Leyfa fólki sem er ekki á facebook að fylgjast aðeins með mér

Lífið er gott og hefur verið frá síðasta bloggi mínu í mars. Kannski helst fyrir þá ástæðu að ég er ástfangin upp fyrir haus - af stelpu sem ég hitti í New York í vor :)
Svo komst ég að í krabbameinslækningum í Columbus, Ohio næsta sumar. Ohio State University er stærsti háskólinn í USA og er dreifður um fylkið en læknisfræðihlutinn er staðsettur í Columbus. Þar er mjög góður krabbameinsspítali, James Cancer Hospital. Columbus er 700.000 manna borg og þekkt fyrir gay-friendly viðhorf og mikið háskólalíf. Svo það verður spennandi að sjá svolítið meira af USA.

Því verður að njóta síðasta vetrarins í Boston í botn!

2 ummæli:

Tinnsi sagði...

heyr heyr, gaman ad blogga :)

Jóhann bróðir sagði...

Loksins ný færsla frá þér :D

Kvöldmatur á pallinum hjá Ólöfu

Kvöldmatur á pallinum hjá Ólöfu

Þorgeir, Hlynur, Janus og Barbara í heimsókn

Þorgeir, Hlynur, Janus og Barbara í heimsókn