24.10.08

Party time!

Heijós!
Ég er svo glöð að geta sagt ykkur að hákarls/brennivínspartýið mitt a.k.a. shark/blackdeath partýið var rjúkandi success! :)
Kanarnir gátu raunverulega sleppt aðeins fram af sér beislinu og skemmt sér - þetta minnti á íslenskt partý, hei nei... þetta var íslenskt partý! Allt áfengið kláraðist! Merkilegt! Ég náði sem betur fer að koma drukkna gaurnum út áður en hann byrjaði að æla, honum tókst reyndar að hella yfir útidyrahurðina fyrst. Það er nefnilega þannig að fólk hér virðist annað hvort fá sér 1-2 drykki svo ekki sér á því eða missa alla stjórn, alveg á rassgatinu ælandi einhvers staðar úti í horni. Eins og hún aumingja Melissa mín sem í intern retreat ferðinni endaði ein úti á dansgólfi sparkandi karatespörkum út í loftið... og svo hann Jake sem endaði intern retreat ferðina á því að hella drykknum sínum út í öll horn og ofan í arininn... já, þetta náðist á myndband sem endaði svo inni á facebook og ég held hann hafi verið hæst ánægður með það!!!

Já, intern retreat ferðin var farin fyrir 2 vikum eða svo, klukkutíma akstur upp í sveit. 60 internar + staffið úr prógramminu. Gist eina nótt - kvöldið fór auðvitað í skemmtilegheit, dans og gítarspil. Dagur 2 fór í að ræða hvað betur mætti fara í prógramminu. Það er gaman að finna hvað staffið (prógramm directorinn, aðstoðarprógram directorarnir, skrifstofufólkið og chief residentarnir) leggja sig mikið fram við að okkur líði vel. Þau hlusta á okkar kvartanir/tillögur að betrumbótum og breytingar eru tíðar - t.d. er búið að stytta innlagnarvaktirnar til að reyna að minnka álag. Svo er verið að útvega öllum teymum fartölvur svo hægt sé að ordinera á stofugangi o.s.frv. Fundir eru haldnir 1x í mánuði svo fólk geti bent á hvað betur mætti fara.

En aftur að ferðinni - fólki fannst mörgu merkilegt að ég skildi spila á gítar - og jafnvel merkilegra að ég kynni lög með Elvis... hmmm.... verð sennilega að extentera lagaúrvalið mitt eitthvað. Intern ferðin í fyrra varð fræg fyrir það að fólk stakk sér nakið í vatnið og reykti hass - við höguðum okkur betur, John leitaði reyndar lon og don að þessu vatni með aumingja Rachel í eftirdragi (hún átti að passa upp á hann en var víst ekki minna drukkin sjálf) en þau komu öll krambúleruð tilbaka eftir göngu í kolniðamyrkri í þéttum skógi. Kvöldið endaði svo á því að Jake var algjörlega sannfærður um að við ætluðum öll að snúa hann niður og sprauta hann niður með haldóli en Rachel tókst loks að róa hann niður inni á baði... :-)

Aníhú- það var alveg merkilegt hvað fólk var tilbúið að smakka hákarlinn. Ég hafði reyndar sett það sem inngönguskilyrði að allir fengju hákarlsbita og brennivínsstaup. Öllum líkaði harðfiskurinn. Mörgum fannst svo hákarlinn betri en brennivínið! en engum fannst lyktin góð og í lok partýsins fann ég hákarlinn úti á svölum lengst úti í horni... Ég reyndi svo sjálf að geyma hann inni í ísskáp svo ég gæti nú notið hans sem lengst en varð svo 2 dögum seinna að borða hann allan á einu bretti þar sem ég var sjálf hætt að þola lyktina, haha :)

Annars er ég á góðri rotation á spítalanum núna - er nefnilega á hem/onc (blóðsjúkdómar/krabbamein) deildinni. Það er definetely eitt af topp þremur sérfræðifögunum sem ég er að spá í og fyrsta vikan hefur verið góð. Þetta er reyndar óvenjuerfið rotation þar sem maður leggur inn sjúklinga annan hvern dag frá kl. 7-19 en er í staðinn aldrei yfir nótt. Mér líkar vel eftirfylgdin sem maður fær því ég sé um alla sjúklinga sem ég legg inn alveg þar til þeir útskrifast. Og svo fær maður mikla kennslu því residentinn er fróður um almenna medisín, fellowinn (sá sem er í sérnámi í ákveðinni undirsérgrein) kennir margan fróðleik um sérgreinina og svo er sérfræðingur sem gengur stofugang daglega og sér um kennslufundi a.m.k. 3x í viku. Og þar fyrir utan eru svo hádegisfundir alla daga.

Nú er bara mánuður þar til ég kíki heim á skerið - hlakka mikið til :)

2.10.08

Október

Úfff - það er erfitt að byrja blogg eftir atburði sl. viku! Hvað skal segja? Það er alla vegana gott að heyra að lífið gangi enn sinn vanagang heima - þegar maður fylgist með fréttum hér þá finnst manni einhvern veginn erfitt að ímynda sér að það geri það... þetta virðist allt svo stórkostlega dramatískt, svona eins og Suðurlandsskjálfti, nema hvað þetta fjallar um peninga og ekki náttúruhamfarir! Já, það er sennilega mikilvægt að muna það - þetta fjallar um peninga.

Auðvitað hefur verið fjallað um þetta í fréttum hér og fólk að koma og spyrja hvernig Íslendingum líði - fólk hér er nefnilega fullt samúðar - engir danskir blaðamenn í lopapeysum með söfnunarbauka... hvað er eiginlega í gangi! Heil þjóð að fara á hausinn og menn fara út á götu til að gera grín að þessu! Mér dettur bara í hug söngtextinn "Enginn veit fyrr en reynir á, hvort vini áttu þá" - já, verð að segja að mér þykir afskaplega vænt um Norðmenn þessa dagana...

Jæja, lífið gengur sinn vanagang hér í Boston. Við Ólöf áttum frábæran dag - byrjuðum á bröns í South End, rákumst á Amöndu og Chirsty vinkonur og fengum okkur mimosur... já, það er nefnilega algjörlega acceptible að fá sér afréttara með hádegismatnum hér - frekar merkilegar USAískar venjur, frekar úr takt við annað hér. Pókerfélagar Ólafar komu líka í kokteila og svo kíktum við í búðir. Hér var æðislegt veður - heiðskírt og 20 stiga hiti... svona eins og besti, allra besti sumarviðrisdagur á Íslandi! Svo enduðum við þetta náttúrulega á öðrum kokteil :=)

Annars verð ég að skella með nokkrum föktum um spítalann, nú er ég nefnilega byrjuð aftur á BMC og það er yndislegt - faktar:

1) Á USAískum spítölum eru alls konar meiriháttar stoðstéttir -
a. Christine, lyfjafræðingur... gengur stofugang með okkur daglega og er fáránlega fróð um lyf (eða kannski hæfilega þar sem hún er lyfjafræðingur?!?), hún fræðir okkur um alls konar aukaverkanir og milliverkanir og prentar út lyfseðla og hringir í apótek og ég veit ekki hvað - alveg meiriháttar!
b. Case managers.... þeir koma að hverju tilfelli án þess að maður þurfi að hringja eitt einasta símtal (minnist öldrunarteymisins heima - maður hringdi 4 símtöl og fékk kannski einhvern eftir 2-3 daga) og ákveða hvert sjúklingurinn geti farið þegar við teljum hann hæfann - og þá koma þessir case managers hlaupandi með pening fyrir strætó eða leigubíl eða hvað sem nú þarf til að koma fólki heim!
c. Wound care nurses... kíkja á öll sár sem maður vill og ráðleggja umbúðaskipti
d. Phlebotomy team... taka allar blóðprufur/blóðræktanir hvenær sem er sólarhrings

2) USAískar hjúkkur ganga með stethoskóp um hálsinn! Hva, mar bara, ja já ok - eina leiðin til að þekkja sundur lækni og hjúkku er því á læknasloppnum.

3) Hér fer fólk í skurðstofufatnaði (a.k.a. scrubs) að heiman og í vinnuna, í strætó/einkabíl/labbandi og svo heim aftur í sama fatnaði!!! Og ég er heldur betur að ameríkaníserast því ég fór svoleiðis í vinnuna í fyrradag! Og ég skil barasta ekki þessar pælingar, ógeðslegt að ganga um í blóðugum skurðstofumfötum um allan bæ og mæta svo í þessu aftur daginn eftir.


4) Skráning upplýsinga og nákvæmni þeirra er fáránleg! Sérfræðingurinn pípti á mig um daginn og sagði: Heyrðu CC, þú skráðir bara 2 kerfi í kerfalýsingunni í þessum sjúrnal, geturðu bætt hinum við!

Núna er bara vika í hákarls/brennivínspartýið mitt!!!
Hlakka til að færa ykkur fréttir af því :)

Knús heim til íslensku þjóðarinnar

Kvöldmatur á pallinum hjá Ólöfu

Kvöldmatur á pallinum hjá Ólöfu

Þorgeir, Hlynur, Janus og Barbara í heimsókn

Þorgeir, Hlynur, Janus og Barbara í heimsókn