2.10.08

Október

Úfff - það er erfitt að byrja blogg eftir atburði sl. viku! Hvað skal segja? Það er alla vegana gott að heyra að lífið gangi enn sinn vanagang heima - þegar maður fylgist með fréttum hér þá finnst manni einhvern veginn erfitt að ímynda sér að það geri það... þetta virðist allt svo stórkostlega dramatískt, svona eins og Suðurlandsskjálfti, nema hvað þetta fjallar um peninga og ekki náttúruhamfarir! Já, það er sennilega mikilvægt að muna það - þetta fjallar um peninga.

Auðvitað hefur verið fjallað um þetta í fréttum hér og fólk að koma og spyrja hvernig Íslendingum líði - fólk hér er nefnilega fullt samúðar - engir danskir blaðamenn í lopapeysum með söfnunarbauka... hvað er eiginlega í gangi! Heil þjóð að fara á hausinn og menn fara út á götu til að gera grín að þessu! Mér dettur bara í hug söngtextinn "Enginn veit fyrr en reynir á, hvort vini áttu þá" - já, verð að segja að mér þykir afskaplega vænt um Norðmenn þessa dagana...

Jæja, lífið gengur sinn vanagang hér í Boston. Við Ólöf áttum frábæran dag - byrjuðum á bröns í South End, rákumst á Amöndu og Chirsty vinkonur og fengum okkur mimosur... já, það er nefnilega algjörlega acceptible að fá sér afréttara með hádegismatnum hér - frekar merkilegar USAískar venjur, frekar úr takt við annað hér. Pókerfélagar Ólafar komu líka í kokteila og svo kíktum við í búðir. Hér var æðislegt veður - heiðskírt og 20 stiga hiti... svona eins og besti, allra besti sumarviðrisdagur á Íslandi! Svo enduðum við þetta náttúrulega á öðrum kokteil :=)

Annars verð ég að skella með nokkrum föktum um spítalann, nú er ég nefnilega byrjuð aftur á BMC og það er yndislegt - faktar:

1) Á USAískum spítölum eru alls konar meiriháttar stoðstéttir -
a. Christine, lyfjafræðingur... gengur stofugang með okkur daglega og er fáránlega fróð um lyf (eða kannski hæfilega þar sem hún er lyfjafræðingur?!?), hún fræðir okkur um alls konar aukaverkanir og milliverkanir og prentar út lyfseðla og hringir í apótek og ég veit ekki hvað - alveg meiriháttar!
b. Case managers.... þeir koma að hverju tilfelli án þess að maður þurfi að hringja eitt einasta símtal (minnist öldrunarteymisins heima - maður hringdi 4 símtöl og fékk kannski einhvern eftir 2-3 daga) og ákveða hvert sjúklingurinn geti farið þegar við teljum hann hæfann - og þá koma þessir case managers hlaupandi með pening fyrir strætó eða leigubíl eða hvað sem nú þarf til að koma fólki heim!
c. Wound care nurses... kíkja á öll sár sem maður vill og ráðleggja umbúðaskipti
d. Phlebotomy team... taka allar blóðprufur/blóðræktanir hvenær sem er sólarhrings

2) USAískar hjúkkur ganga með stethoskóp um hálsinn! Hva, mar bara, ja já ok - eina leiðin til að þekkja sundur lækni og hjúkku er því á læknasloppnum.

3) Hér fer fólk í skurðstofufatnaði (a.k.a. scrubs) að heiman og í vinnuna, í strætó/einkabíl/labbandi og svo heim aftur í sama fatnaði!!! Og ég er heldur betur að ameríkaníserast því ég fór svoleiðis í vinnuna í fyrradag! Og ég skil barasta ekki þessar pælingar, ógeðslegt að ganga um í blóðugum skurðstofumfötum um allan bæ og mæta svo í þessu aftur daginn eftir.


4) Skráning upplýsinga og nákvæmni þeirra er fáránleg! Sérfræðingurinn pípti á mig um daginn og sagði: Heyrðu CC, þú skráðir bara 2 kerfi í kerfalýsingunni í þessum sjúrnal, geturðu bætt hinum við!

Núna er bara vika í hákarls/brennivínspartýið mitt!!!
Hlakka til að færa ykkur fréttir af því :)

Knús heim til íslensku þjóðarinnar

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

oh, öfund-mimosur í hádeigismat hljómar vel!
Hér er auðvitað allt á öðrum endanum en það þýðir víst ekki annað en að vera glaður þrátt fyrir það-hugsa um fjölskyldu og vini og það sem er ekki talið í peningum! Djúpt-ekki satt;-)
Vona að við komumst til boston-maður veit ekki í þessu ástandi hvort spítalinn hafi efni á að senda fólk út...en ég krossa puttana!
knús á þig
kata

Nafnlaus sagði...

Hæ. Margt sem þú nefnir við spítalann er augljóslega frábært.
En þetta með spítalafatnaðinn er furðulegt og skrýtið að það leyfist m.t.t. hreinlætis. Á spítalanum sem ég vinn á þurfa unglæknarnir að fara í hrein spítalaföt á hverjum degi og allir sloppar eru með stuttar ermar og læknar bretta upp ermar á skyrtunum sínum.

Hins vegar held ég að minna sé af þessum stoðstéttum hérna.

Annars hljómar brennivínspartíið vel.

Kær kveðja, Pétur.

Nafnlaus sagði...

Hejsan!
Gott að heyra að allt gangi vel hjá þér.
Gott að vita að sérfræðingurinn passar upp á sjúrnalinn! Rite!
Svipað er á teningnum hér hvað stoðstéttir varðar nema hvað ég hef ekki hitt klínískan lyfjafræðing. En hér sjá hjúkkurnar um allt - maður dikterar bara og ordinerar - og það er gert. Einhver sér líka um að fólk fari heim án þess að það komi okkur mikið við. Sárahjúkkan okkar er einmitt aðalkellan í meðferð eins sjúklings með vaskúlítissár. Hjúkkurnar taka svo allar prufur - ég held að læknar hér læri það varla.
mbk, Svenson

Nafnlaus sagði...

Halló halló
Líst vel á þetta hjá þér. Rosalegt að þurfa að vakna kl 5, þú getur þó litið á það þannig að þú sefur til hádegis að ísl tíma. Hef ekki séð kerfalýsingu hér í sverige. Læknarnir hafa aldrei sett upp nál. Þeir eru bara fókuseraðir á greiningu og meðferð, punktur. En vissir þú að gigtarsjúklingar eru nánast undantekningalaust ungt fólk eða fólk á miðjum aldri. Sér annan prófíl hér en á B7.
Þynnkukveðja frá Lundi
Jón Þorkell og co

Kvöldmatur á pallinum hjá Ólöfu

Kvöldmatur á pallinum hjá Ólöfu

Þorgeir, Hlynur, Janus og Barbara í heimsókn

Þorgeir, Hlynur, Janus og Barbara í heimsókn