31.12.08

Gamlárs!

Komið að uppgjöri - enn einu sinni - vá hvað tíminn flýgur!

Ég sit hér undir skreyttu jólaplöntunni minni og sötra rauðvín og hlusta á Díönu Ross and the Supremes (don´t ask...). Og bíð eftir nýja árinu á Íslandi. Ætla nefnilega að fagna nýja árinu tvisvar í kvöld - ætla fyrst að skála við familíuna í gegnum skype eftir klukkutíma og svo skála við vini á áramótaballi á Hyatt Regency hótelinu 5 tímum seinna! Já, ekki amalegt það... :)

Annars varð ég fyrir undarlegri reynslu áðan. Labbaði nefnilega inn í áfengisverslun á gamlárs og þar inni var bara enginn! Ha ha, hef nú bara aldrei upplifað slíkt áður, var með einhverjar áhyggjur af röðum en áfengisinnkaup í stórum stíl á gamlárs virðist þá bara gerast á Íslandi - kemur reyndar ekki á óvart. Búðarfólkið sagði að ég myndi örugglega eiga góð áramót, ætli það hafi verið að skírskota til áfengismagns?!?

Eitt komment á enskuna - skil ekki hugtakið New Years Eve. Mér finnst gamlárskvöld miklu skynsamlegra, finnst ykkur ekki? Síðasta kvöld gamals árs, svo tekur við nýtt...

Annars óska ég öllum mínum kæru fjölskyldumeðlimum og vinum nær og fjær gleðilegs nýs árs. Þakka ykkur allar góðu stundirnar á liðnum árum. Og skemmtið ykkur nú ærlega í kvöld! Sprengið nokkra flugelda fyrir mig :)

28.12.08

SíSí á ZuZu

Ókei, verð að koma tvennu á framfæri:
A. Jólamáltíðin heppnaðist vel. Ég get þá raunverulega eldað læri :) og haft mjög gaman af! Gyðingurinn klikkaði reyndar á því að koma með ham en Sam reyndi hvað hann gat allan jóladag að finna skinku í Boston. Og það var hægara sagt en gert! Alls staðar lokað og enginn tilbúinn til að selja okkur skinku. Hann gekk meira að segja svo langt að auglýsa eftir ham á Craig´s list en allt kom fyrir ekki. Eini staðurinn í Boston með opið var náttúrulega Chinatown en þeir gátu bara selt okkur heila kjúklinga með haus, lappir og fjaðrir og við vorum ekki alveg í stuði fyrir plokkerí... En þetta reddaðist nú allt því Ólöf kom með hangikjötsafganga frá aðfangadagskvöldi, Amanda með pottrétt og svo komu hinir með dessert og vín. Svo þetta var hin notalegasta veisla á mínum fyrstu jólum í Boston :)

B. Ég hef loks fundið hinn fullkomna djammstað í Boston. Nefnilega ZuZu í Cambridge! Hann er meiriháttar, þarna eru engin sjónvörp (sjaldgæft, hér er alltaf sjónvarp í gangi, allsstaðar!) og eftir því sem áfengisandinn færðist yfir fólk þá fóru nánast allir að dansa, svona þar sem þeir stóðu. Við Sam og Meaghan skemmtum okkur konunglega! Þetta verður pottþétt testað aftur ;)

23.12.08

Lambalæri, USAísk skinka og góður félagsskapur

Jamms, það verður að viðurkennast að ég ætla að reyna mig við lambalæriseldamennsku á jóladag. Hef nú barasta aldrei eldað lambalæri áður held ég - svo þetta verður spennandi. Annars er þetta matarboð mitt heldur betur að vinda upp á sig. Hélt fyrst að þetta yrðum við Ólöf og mögulega 1-2 í viðbót en nú á ég allt í einu von á 10 manns í mat, haha... eins gott að þetta lambalæri heppnist. Ætla að hafa sveppasjerrísúpu a la amma á undan, mmmm.... við amma áttum langt og gott samtal í gær um eldamennskuna og reyndar ég og mamma daginn áður - já ég hlýt að geta þetta :)
Annars ætla nú allir að leggja í púkk - ég bað til dæmis gyðinginn um að koma með skinku, hann sagði: "Sure SiSi, I can bring ham, that can´t be that hard to cook" og svo tautaði hann í hálfu hljóði að hann vonaði að móðir sín kæmist ekki að þessu. Og þá fyrst fattaði ég gyðinga-skinku conflictinn, hann vildi samt endilega koma með skinku og mér fannst þetta náttúrulega bara bráðfyndið :)
Svo fórum við Sam í Stop´n´Shop áðan og versluðum í matinn. Hann Sam minn er svo yndislegur - einstaka sinnum á lífsleiðinni hittir maður fólk sem maður smellur algjörlega með og Sam er einn af mínum fullkomnu smellum. Ég held maður þekki svoleiðis fólk úr fyrra lífi eða kannski er þetta af því við erum bæði bogamenn?!? Raunar eiga Sam og Lovísa æskuvinkona nákvæmlega sama afmælisdag. Kannski er það dagurinn - ég fitta kannski best með fólki sem eiga afmæli 23. nóv.? Aníhú þá var nóg að gera í Stop´n´Shop. Og nú er ég klár fyrir jóladag eða ég vona það alla vegana...

21.12.08

Gúmmístígvél og jólasveinahúfur

Það kemur mér endalaust á óvart hversu ósmekklegur kaninn getur verið í klæðaburði. Spáði mikið í þessu á leiðinni í bæinn í dag, í leit að síðustu jólagjöfinni. Hér hefur snjóað nær stanslaust í 3 daga og kominn heilmikill snjór - voða jólalegt :) Hefði haldið að kuldaskór væru þá málið en nei, þá labbaði annar hver maður um í gúmmístígvélum! Og svo er ekki óalgengt að sjá fullorðið fólk með jólasveinahúfur, það er náttúrulega bara svolítið jólalegt.

Jamms, ég pældi (hneykslaðist) mikið í þessu og þá byrjaði náttúrulega að rigna - alveg mátulegt á mig. Ég á rússkinnskuldaskónum mínum, varð helvot í báða fætur, labbandi um í ferlegu slabbi niður á Copley Square!
Já, látið ykkur ekki bregða ef ég sést skjótast um á gúmmístígvélum næsta vetur...

19.12.08

Fyrsti snjóstormurinn!?!

Ok... í anda stuttra blogga!

Fyrsti snjóstormur vetrarins á leiðinni til Boston í dag - sérstök stemmning í borginni, allir að undirbúa sig undir snjóstorminn. Reyndum að útskrifa fólk fyrir hádegi svo það kæmist nú heim áður en veðrið skellur á. Næstum enginn á götunum, fáir bílar og samt ekki byrjað að snjóa. En fólk bíður, ákveðin spenna í loftinu. Spítalinn sendi frá sér yfirlýsingu:

"Please be advised that effective noon today, BMC has declared a weather emergency.
All employees are expected to remain at work until and unless released by your immediate supervisor.
In the event that driving conditions do not improve during the evening hours, employees who are scheduled to work at 7 am on Saturday December 19, 2008 should contact the Off Shift Nursing Supervisors to request accommodations at BMC."

Whaaats! Ef ég byggi ekki steinsnar frá spítalanum þá væri sem sagt ætlast til að ég gisti þar í nótt svo mig vanti ekki í vinnu á morgun!

16.12.08

I´m in love...

Ok, hef áttað mig á tvennu.
A. Það þýðir ekki fyrir mig að hafa langt milli blogga - þá finnst mér ég þurfa að segja frá svo miklu og nenni ekki að setjast niður og skrifa og skrifa - og svo er líka líklegra að fólk nenni að lesa styttri blogg. Hef fylgst með eðalbloggara í gegnum mörg ár, nefnilega henni Tinnu vinkonu og hennar stíll er að blogga stutt og oft og ég hef alltaf gaman af að lesa :)

B. Ég er ástfangin! Ástfangin af Boston! Þessi borg er meiriháttar! Get ekki hætt að nota upphrópunarmerki, hún er svo frábær! Fattaði þetta um daginn þegar ég kom úr Íslandsheimsókn og fór að sýna íslenskum vinum mínum borgina. South End er náttúrulega æðislegt hverfi - góðir veitingastaðir á hverju götuhorni, alls konar pöbbar og kaffihús (hugguleg kaffihús, ekki bara Starbucks!). Svo er maður alltaf að rekast á alls konar fólk sem maður þekkir því allt skemmtilega fólkið í Boston býr í þessu hverfi - í alvöru! :)
Hitti til dæmis fyrsta deitið mitt hér á rölti um hverfið... en meira um borgina. Hún er lítil og þægileg, hægt að rölta niður í bæ á 15 mín. Svo elska ég "the silver line", hægt að taka hana beint í klúbbahverfið downtown og hún stoppar rétt hjá mér!
Ég fíla líka íbúðina mína í botn - innréttuð af gay miðaldra South End búa, hann nýtur nú lífsins í Feneyjum á pension - ég fæ hins vegar að njóta íbúðarinnar, veggir í margs konar litum, íbúðin full af trjám, já ég meina Trjám. Welcome to the jungle! - þurfti því ekki að versla jólatré heldur skreytti bara eitt af þessum trjám ;)

Annars verð ég að minnast aðeins á Íslandsferð sem var farin um daginn. Hún var yndisleg :) Það var reyndar dálítið deprimerandi að sitja á Boston Logan Airport og heyra kallað á bisness class farþega að fara að gateinu og enginn stóð upp! ENGINN að ferðast á bisness class og vélin hálftóm! En það var yndislegt að hitta fjölskyldu og vini og sjá að allir hafa það nú gott þrátt fyrir kreppu. Gott að finna samstöðuna hjá fólkinu en að sama skapi slæmt að finna hvað stjórnvöld virðast ekki slá í takt við þjóðarsálina. Gæti nú vel bloggað um það í marga klukkutíma en ætla að láta það vera í bili. Reyndi að mótmæla fyrir utan seðlabankann en mér leið reyndar hálfkjánalega þarna í skítakulda og fólk í kringum mig að hrópa einhver slagorð. Held ég sé bara týpískur Íslendingur sem kann ekki að mótmæla! En er mjög impressed by people (ætla að leyfa mér að sletta á ensku ef ég er lost for words) sem kann að mótmæla, nauðsynlegt á þessum tímum!
Familían tók vel á móti mér og ég fór í hverja glæsiveisluna á fætur annarri. Fékk uppáhaldið mitt á afmælisdaginn, hangikjöt! Mmmmm... og svo fiskigratín hjá frænku (já og koníak!), humar upp í sveit, hrygg hjá mömmu og pabba, kótilettur hjá ömmu, skrapp á Vegamót og fékk mér burrito, mmm mmm mmm - mætti halda að ég hafi bara borðað!
En það er ekki rétt því ég ræddi líka um kreppuna... já ræddi kreppuna út um allt nema kannski í saumaklúbbnum mínum (takk stelpur!). Og í lok 12 daga dvalar var ég orðin svo pirruð og reið út í auðmenn og bisnessmenn og ríkisstjórnarmenn og já... það var kominn tími til að fara heim! Afslappandi að koma til Boston. My lovely Boston :)

Kvöldmatur á pallinum hjá Ólöfu

Kvöldmatur á pallinum hjá Ólöfu

Þorgeir, Hlynur, Janus og Barbara í heimsókn

Þorgeir, Hlynur, Janus og Barbara í heimsókn