19.12.08

Fyrsti snjóstormurinn!?!

Ok... í anda stuttra blogga!

Fyrsti snjóstormur vetrarins á leiðinni til Boston í dag - sérstök stemmning í borginni, allir að undirbúa sig undir snjóstorminn. Reyndum að útskrifa fólk fyrir hádegi svo það kæmist nú heim áður en veðrið skellur á. Næstum enginn á götunum, fáir bílar og samt ekki byrjað að snjóa. En fólk bíður, ákveðin spenna í loftinu. Spítalinn sendi frá sér yfirlýsingu:

"Please be advised that effective noon today, BMC has declared a weather emergency.
All employees are expected to remain at work until and unless released by your immediate supervisor.
In the event that driving conditions do not improve during the evening hours, employees who are scheduled to work at 7 am on Saturday December 19, 2008 should contact the Off Shift Nursing Supervisors to request accommodations at BMC."

Whaaats! Ef ég byggi ekki steinsnar frá spítalanum þá væri sem sagt ætlast til að ég gisti þar í nótt svo mig vanti ekki í vinnu á morgun!

Engin ummæli:

Kvöldmatur á pallinum hjá Ólöfu

Kvöldmatur á pallinum hjá Ólöfu

Þorgeir, Hlynur, Janus og Barbara í heimsókn

Þorgeir, Hlynur, Janus og Barbara í heimsókn