21.12.08

Gúmmístígvél og jólasveinahúfur

Það kemur mér endalaust á óvart hversu ósmekklegur kaninn getur verið í klæðaburði. Spáði mikið í þessu á leiðinni í bæinn í dag, í leit að síðustu jólagjöfinni. Hér hefur snjóað nær stanslaust í 3 daga og kominn heilmikill snjór - voða jólalegt :) Hefði haldið að kuldaskór væru þá málið en nei, þá labbaði annar hver maður um í gúmmístígvélum! Og svo er ekki óalgengt að sjá fullorðið fólk með jólasveinahúfur, það er náttúrulega bara svolítið jólalegt.

Jamms, ég pældi (hneykslaðist) mikið í þessu og þá byrjaði náttúrulega að rigna - alveg mátulegt á mig. Ég á rússkinnskuldaskónum mínum, varð helvot í báða fætur, labbandi um í ferlegu slabbi niður á Copley Square!
Já, látið ykkur ekki bregða ef ég sést skjótast um á gúmmístígvélum næsta vetur...

Engin ummæli:

Kvöldmatur á pallinum hjá Ólöfu

Kvöldmatur á pallinum hjá Ólöfu

Þorgeir, Hlynur, Janus og Barbara í heimsókn

Þorgeir, Hlynur, Janus og Barbara í heimsókn