3.7.09

Svipbrigði

Jæja, nú er kominn tími á eins og eitt blogg!
Úff, hef gert svo margt síðastliðinn mánuð að mér fallast nánast hendur að fara að segja frá því öllu - held ég verði að gera þetta í upptalningarstíl eins og Pógó, stuttum upptalningarstíl með nánari details to follow í komandi bloggum.
- kláraði step 3 í byrjun júní, nú verður næsta próf eftir ca. 2 ár - þ.e. internal medicine board prófið (er byrjuð að lesa, jæks!)
- sumarfrí á Íslandi/í Danmörku í byrjun júní, var alveg yndislegt
- sumarfrí á Miami fyrir viku, var þvílík upplifun fyrir Íslendinginn sem hefur ekki áður kynnst fólki sem á bíla fyrir 100 milljónir...
- byrjaði sem resident á CCU rotation fyrir 2 dögum, það verður án efa krefjandi (með glænýja interna sem eru að læra á kerfið) en skemmtilegt!

En verð að eyða smápúðri í að tala um titilinn á þessu bloggi - svipbrigði... hef aldrei fengið jafnmörg komment á mín eigin svipbrigði eins og á þessu eina ári hér í USA. Spítalaliðið hér og þá aðallega sérfræðingarnir eru steinhissa á öllum mínum svipbrigðum í vinnunni - Dr. Benjamin sagði við mig í dag að hún gæti nánast séð hjólin snúast í hausnum á mér þegar ég hugsa og spekulera á stofugangi, haha og augabrúnin mín (sú vinstri) er nánast orðin alþekkt hér á BMC. Og ég er að spá hvort þetta sé ekki kúltúrelt! Tjáum við okkur meira með svipbrigðum á Íslandi heldur en hér?!? I would luv some input...

Kvöldmatur á pallinum hjá Ólöfu

Kvöldmatur á pallinum hjá Ólöfu

Þorgeir, Hlynur, Janus og Barbara í heimsókn

Þorgeir, Hlynur, Janus og Barbara í heimsókn