23.12.08

Lambalæri, USAísk skinka og góður félagsskapur

Jamms, það verður að viðurkennast að ég ætla að reyna mig við lambalæriseldamennsku á jóladag. Hef nú barasta aldrei eldað lambalæri áður held ég - svo þetta verður spennandi. Annars er þetta matarboð mitt heldur betur að vinda upp á sig. Hélt fyrst að þetta yrðum við Ólöf og mögulega 1-2 í viðbót en nú á ég allt í einu von á 10 manns í mat, haha... eins gott að þetta lambalæri heppnist. Ætla að hafa sveppasjerrísúpu a la amma á undan, mmmm.... við amma áttum langt og gott samtal í gær um eldamennskuna og reyndar ég og mamma daginn áður - já ég hlýt að geta þetta :)
Annars ætla nú allir að leggja í púkk - ég bað til dæmis gyðinginn um að koma með skinku, hann sagði: "Sure SiSi, I can bring ham, that can´t be that hard to cook" og svo tautaði hann í hálfu hljóði að hann vonaði að móðir sín kæmist ekki að þessu. Og þá fyrst fattaði ég gyðinga-skinku conflictinn, hann vildi samt endilega koma með skinku og mér fannst þetta náttúrulega bara bráðfyndið :)
Svo fórum við Sam í Stop´n´Shop áðan og versluðum í matinn. Hann Sam minn er svo yndislegur - einstaka sinnum á lífsleiðinni hittir maður fólk sem maður smellur algjörlega með og Sam er einn af mínum fullkomnu smellum. Ég held maður þekki svoleiðis fólk úr fyrra lífi eða kannski er þetta af því við erum bæði bogamenn?!? Raunar eiga Sam og Lovísa æskuvinkona nákvæmlega sama afmælisdag. Kannski er það dagurinn - ég fitta kannski best með fólki sem eiga afmæli 23. nóv.? Aníhú þá var nóg að gera í Stop´n´Shop. Og nú er ég klár fyrir jóladag eða ég vona það alla vegana...

1 ummæli:

Tinnsi sagði...

Gangi þér vel með lærið. Hlakka til að heyra hvernig það lukkaðist. Gleðileg jól!

Kvöldmatur á pallinum hjá Ólöfu

Kvöldmatur á pallinum hjá Ólöfu

Þorgeir, Hlynur, Janus og Barbara í heimsókn

Þorgeir, Hlynur, Janus og Barbara í heimsókn