28.12.08

SíSí á ZuZu

Ókei, verð að koma tvennu á framfæri:
A. Jólamáltíðin heppnaðist vel. Ég get þá raunverulega eldað læri :) og haft mjög gaman af! Gyðingurinn klikkaði reyndar á því að koma með ham en Sam reyndi hvað hann gat allan jóladag að finna skinku í Boston. Og það var hægara sagt en gert! Alls staðar lokað og enginn tilbúinn til að selja okkur skinku. Hann gekk meira að segja svo langt að auglýsa eftir ham á Craig´s list en allt kom fyrir ekki. Eini staðurinn í Boston með opið var náttúrulega Chinatown en þeir gátu bara selt okkur heila kjúklinga með haus, lappir og fjaðrir og við vorum ekki alveg í stuði fyrir plokkerí... En þetta reddaðist nú allt því Ólöf kom með hangikjötsafganga frá aðfangadagskvöldi, Amanda með pottrétt og svo komu hinir með dessert og vín. Svo þetta var hin notalegasta veisla á mínum fyrstu jólum í Boston :)

B. Ég hef loks fundið hinn fullkomna djammstað í Boston. Nefnilega ZuZu í Cambridge! Hann er meiriháttar, þarna eru engin sjónvörp (sjaldgæft, hér er alltaf sjónvarp í gangi, allsstaðar!) og eftir því sem áfengisandinn færðist yfir fólk þá fóru nánast allir að dansa, svona þar sem þeir stóðu. Við Sam og Meaghan skemmtum okkur konunglega! Þetta verður pottþétt testað aftur ;)

Engin ummæli:

Kvöldmatur á pallinum hjá Ólöfu

Kvöldmatur á pallinum hjá Ólöfu

Þorgeir, Hlynur, Janus og Barbara í heimsókn

Þorgeir, Hlynur, Janus og Barbara í heimsókn