31.12.08

Gamlárs!

Komið að uppgjöri - enn einu sinni - vá hvað tíminn flýgur!

Ég sit hér undir skreyttu jólaplöntunni minni og sötra rauðvín og hlusta á Díönu Ross and the Supremes (don´t ask...). Og bíð eftir nýja árinu á Íslandi. Ætla nefnilega að fagna nýja árinu tvisvar í kvöld - ætla fyrst að skála við familíuna í gegnum skype eftir klukkutíma og svo skála við vini á áramótaballi á Hyatt Regency hótelinu 5 tímum seinna! Já, ekki amalegt það... :)

Annars varð ég fyrir undarlegri reynslu áðan. Labbaði nefnilega inn í áfengisverslun á gamlárs og þar inni var bara enginn! Ha ha, hef nú bara aldrei upplifað slíkt áður, var með einhverjar áhyggjur af röðum en áfengisinnkaup í stórum stíl á gamlárs virðist þá bara gerast á Íslandi - kemur reyndar ekki á óvart. Búðarfólkið sagði að ég myndi örugglega eiga góð áramót, ætli það hafi verið að skírskota til áfengismagns?!?

Eitt komment á enskuna - skil ekki hugtakið New Years Eve. Mér finnst gamlárskvöld miklu skynsamlegra, finnst ykkur ekki? Síðasta kvöld gamals árs, svo tekur við nýtt...

Annars óska ég öllum mínum kæru fjölskyldumeðlimum og vinum nær og fjær gleðilegs nýs árs. Þakka ykkur allar góðu stundirnar á liðnum árum. Og skemmtið ykkur nú ærlega í kvöld! Sprengið nokkra flugelda fyrir mig :)

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

gleðilegt ár Sigurdís mín, vonandi hafðirðu það gott um hátíðarnar
kv Dögg

Tinnsi sagði...

Gleðilegt ár! Takk fyrir öll gömlu góðu.

Kvöldmatur á pallinum hjá Ólöfu

Kvöldmatur á pallinum hjá Ólöfu

Þorgeir, Hlynur, Janus og Barbara í heimsókn

Þorgeir, Hlynur, Janus og Barbara í heimsókn