6.1.09

Star Trek

Jessss... ég hef hafið fyrra Star Trek áhorf aftur!

Þarfnast kannski smáútskýringar fyrir þá sem þekkja mig minna. Ég er nefnilega forfallinn Star Trek áhangandi og hef verið frá því ég var 10 ára og horfði á Next Generation í Danmörku. Ég og Svava systir höfum verið í þessu saman - The Next Generation, Deep Space Nine, Voyager - allt eðal seríur. Fílaði reyndar aldrei gömlu þættina, þeir voru einhvern veginn of hallærislegir...
En nú er ég að horfa á Voyager, seríu 5. Það er nefnilega þannig að ég á ekkert sjónvarp svo ég horfi bara á alls konar þætti í tölvunni. Það er fínt. Hrikalegt að horfa á sjónvarp hér í USA, alltof mikið af auglýsingum, algjör tímaþjófur.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Vei. Gaman að heyra. Við erum einmitt byrjuð á Deep Space Nine, þér að þakka.
Kv. Svava

Nafnlaus sagði...

þú ert eðalnörd Dísa Skvísa

kv Dögg

Nafnlaus sagði...

ég á spock náttföt... eyrun fylgdu með
kv. Pétur

Kvöldmatur á pallinum hjá Ólöfu

Kvöldmatur á pallinum hjá Ólöfu

Þorgeir, Hlynur, Janus og Barbara í heimsókn

Þorgeir, Hlynur, Janus og Barbara í heimsókn