14.1.09

Kominn tími á blogg um efnahagsástandið...

Jæja, get ekki annað en bloggað aðeins um íslensku kreppuna. Rakst ég á blogg Sigmundar Gunnlaugssonar í dag, sjá http://sigmundurdavid.eyjan.is/ Hann ætlar víst að gefa kost á sér í formannsslaginn í Framsóknarflokknum og þykir mér það gott. Við þurfum nýtt blóð, fólk sem hefur vit á viðskiptum og hagfræði. Ég held það skipti ekki lengur máli í hvaða flokki fólk er, þetta virðist allt af sama meiðinu. Áhugavert að sjá bloggið hans um 500 milljarðana... hann hefur jú barist mikið gegn því að ríkisstjórnin skyldi steypa okkur í þessar skuldir. En vá hvað þetta er rétt hjá honum - hvernig á þjóðin nokkurn tímann að geta greitt niður 500 milljarða króna skuld! Eignir Landsbankans munu ekki nærri duga til og eins og hann bendir réttilega á eru örugglega margir aðrir kröfuhafar sem eiga eftir að lögsækja. Hvernig datt ríkisstjórninni í hug að samþykkja að greiða þetta allt! Hvers konar sérfræðinga höfðu þeir samráð við. Og hvernig er hægt að taka slíka ákvörðun án þess að bera þetta undir þingið?!? Er þetta lýðræði? Íslenskt lýðræði kannski?
Það er hrikalegt að heyra fréttir um niðurskurð í heilbrigðiskerfinu og á öðrum stöðum í þjóðfélaginu og þetta er alveg örugglega bara byrjunin. Úff - ég svekki mig svo mikið á þessu að ég er farin að forðast að lesa fréttir að heiman nema kannski svona 3. hvern dag!

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Það er bara verst að Sigmundur er nú orðinn formaður í þeim flokki sem er hvað þekktastur fyrir vinafyrirgreiðslu og þess háttar. gat hann ekki boðið sig framm fyrir flokk sem er minna spilltur ( það er náttúrulega enginn flokkur alveg óspilltur)

kv Dögg

SíSí sagði...

Jamms - satt... held samt þetta sé bara allt svo gegnsýrt af spillingu að það skipti litlu máli hvaða flokk hann hefði valið. Framsóknarflokkurinn er svo lítill að það ætti að vera auðvelt að skipta fáum sauðum út fyrir efnilegt fólk.
Annars er alveg fáránlegt þegar maður heyrir Framsóknarmenn kenna Sjálfstæðis/Samfylkingar-samsteypunni um hrun bankanna þegar þeir bera margfalt meiri ábyrgð á þessu heldur en nokkurn tímann Samfylkingin!

Kvöldmatur á pallinum hjá Ólöfu

Kvöldmatur á pallinum hjá Ólöfu

Þorgeir, Hlynur, Janus og Barbara í heimsókn

Þorgeir, Hlynur, Janus og Barbara í heimsókn