16.12.08

I´m in love...

Ok, hef áttað mig á tvennu.
A. Það þýðir ekki fyrir mig að hafa langt milli blogga - þá finnst mér ég þurfa að segja frá svo miklu og nenni ekki að setjast niður og skrifa og skrifa - og svo er líka líklegra að fólk nenni að lesa styttri blogg. Hef fylgst með eðalbloggara í gegnum mörg ár, nefnilega henni Tinnu vinkonu og hennar stíll er að blogga stutt og oft og ég hef alltaf gaman af að lesa :)

B. Ég er ástfangin! Ástfangin af Boston! Þessi borg er meiriháttar! Get ekki hætt að nota upphrópunarmerki, hún er svo frábær! Fattaði þetta um daginn þegar ég kom úr Íslandsheimsókn og fór að sýna íslenskum vinum mínum borgina. South End er náttúrulega æðislegt hverfi - góðir veitingastaðir á hverju götuhorni, alls konar pöbbar og kaffihús (hugguleg kaffihús, ekki bara Starbucks!). Svo er maður alltaf að rekast á alls konar fólk sem maður þekkir því allt skemmtilega fólkið í Boston býr í þessu hverfi - í alvöru! :)
Hitti til dæmis fyrsta deitið mitt hér á rölti um hverfið... en meira um borgina. Hún er lítil og þægileg, hægt að rölta niður í bæ á 15 mín. Svo elska ég "the silver line", hægt að taka hana beint í klúbbahverfið downtown og hún stoppar rétt hjá mér!
Ég fíla líka íbúðina mína í botn - innréttuð af gay miðaldra South End búa, hann nýtur nú lífsins í Feneyjum á pension - ég fæ hins vegar að njóta íbúðarinnar, veggir í margs konar litum, íbúðin full af trjám, já ég meina Trjám. Welcome to the jungle! - þurfti því ekki að versla jólatré heldur skreytti bara eitt af þessum trjám ;)

Annars verð ég að minnast aðeins á Íslandsferð sem var farin um daginn. Hún var yndisleg :) Það var reyndar dálítið deprimerandi að sitja á Boston Logan Airport og heyra kallað á bisness class farþega að fara að gateinu og enginn stóð upp! ENGINN að ferðast á bisness class og vélin hálftóm! En það var yndislegt að hitta fjölskyldu og vini og sjá að allir hafa það nú gott þrátt fyrir kreppu. Gott að finna samstöðuna hjá fólkinu en að sama skapi slæmt að finna hvað stjórnvöld virðast ekki slá í takt við þjóðarsálina. Gæti nú vel bloggað um það í marga klukkutíma en ætla að láta það vera í bili. Reyndi að mótmæla fyrir utan seðlabankann en mér leið reyndar hálfkjánalega þarna í skítakulda og fólk í kringum mig að hrópa einhver slagorð. Held ég sé bara týpískur Íslendingur sem kann ekki að mótmæla! En er mjög impressed by people (ætla að leyfa mér að sletta á ensku ef ég er lost for words) sem kann að mótmæla, nauðsynlegt á þessum tímum!
Familían tók vel á móti mér og ég fór í hverja glæsiveisluna á fætur annarri. Fékk uppáhaldið mitt á afmælisdaginn, hangikjöt! Mmmmm... og svo fiskigratín hjá frænku (já og koníak!), humar upp í sveit, hrygg hjá mömmu og pabba, kótilettur hjá ömmu, skrapp á Vegamót og fékk mér burrito, mmm mmm mmm - mætti halda að ég hafi bara borðað!
En það er ekki rétt því ég ræddi líka um kreppuna... já ræddi kreppuna út um allt nema kannski í saumaklúbbnum mínum (takk stelpur!). Og í lok 12 daga dvalar var ég orðin svo pirruð og reið út í auðmenn og bisnessmenn og ríkisstjórnarmenn og já... það var kominn tími til að fara heim! Afslappandi að koma til Boston. My lovely Boston :)

3 ummæli:

Tinnsi sagði...

Ohhh, ég er líka skotin í Boston:D

Hlakka til að lesa næsta stutta bloggið, aðventuknús,
Tinna

Nafnlaus sagði...

Ég vona að krepputalið hafi ekki alveg farið með þig hér á klakanum... En við þurftum að "fill you in" á u.þ.b. 2ja mánaða atburðarrás;)

Hlakka til að koma aftur í heimsókn til Boston og sjá enn meira af borginni eftir þessar lýsingar þínar. Frábært borg!

Mbk, Svava

Nafnlaus sagði...

Takk fyrir síðast, gaman að sjá loksins blogg frá þér
kv Dögg

Kvöldmatur á pallinum hjá Ólöfu

Kvöldmatur á pallinum hjá Ólöfu

Þorgeir, Hlynur, Janus og Barbara í heimsókn

Þorgeir, Hlynur, Janus og Barbara í heimsókn