24.10.08

Party time!

Heijós!
Ég er svo glöð að geta sagt ykkur að hákarls/brennivínspartýið mitt a.k.a. shark/blackdeath partýið var rjúkandi success! :)
Kanarnir gátu raunverulega sleppt aðeins fram af sér beislinu og skemmt sér - þetta minnti á íslenskt partý, hei nei... þetta var íslenskt partý! Allt áfengið kláraðist! Merkilegt! Ég náði sem betur fer að koma drukkna gaurnum út áður en hann byrjaði að æla, honum tókst reyndar að hella yfir útidyrahurðina fyrst. Það er nefnilega þannig að fólk hér virðist annað hvort fá sér 1-2 drykki svo ekki sér á því eða missa alla stjórn, alveg á rassgatinu ælandi einhvers staðar úti í horni. Eins og hún aumingja Melissa mín sem í intern retreat ferðinni endaði ein úti á dansgólfi sparkandi karatespörkum út í loftið... og svo hann Jake sem endaði intern retreat ferðina á því að hella drykknum sínum út í öll horn og ofan í arininn... já, þetta náðist á myndband sem endaði svo inni á facebook og ég held hann hafi verið hæst ánægður með það!!!

Já, intern retreat ferðin var farin fyrir 2 vikum eða svo, klukkutíma akstur upp í sveit. 60 internar + staffið úr prógramminu. Gist eina nótt - kvöldið fór auðvitað í skemmtilegheit, dans og gítarspil. Dagur 2 fór í að ræða hvað betur mætti fara í prógramminu. Það er gaman að finna hvað staffið (prógramm directorinn, aðstoðarprógram directorarnir, skrifstofufólkið og chief residentarnir) leggja sig mikið fram við að okkur líði vel. Þau hlusta á okkar kvartanir/tillögur að betrumbótum og breytingar eru tíðar - t.d. er búið að stytta innlagnarvaktirnar til að reyna að minnka álag. Svo er verið að útvega öllum teymum fartölvur svo hægt sé að ordinera á stofugangi o.s.frv. Fundir eru haldnir 1x í mánuði svo fólk geti bent á hvað betur mætti fara.

En aftur að ferðinni - fólki fannst mörgu merkilegt að ég skildi spila á gítar - og jafnvel merkilegra að ég kynni lög með Elvis... hmmm.... verð sennilega að extentera lagaúrvalið mitt eitthvað. Intern ferðin í fyrra varð fræg fyrir það að fólk stakk sér nakið í vatnið og reykti hass - við höguðum okkur betur, John leitaði reyndar lon og don að þessu vatni með aumingja Rachel í eftirdragi (hún átti að passa upp á hann en var víst ekki minna drukkin sjálf) en þau komu öll krambúleruð tilbaka eftir göngu í kolniðamyrkri í þéttum skógi. Kvöldið endaði svo á því að Jake var algjörlega sannfærður um að við ætluðum öll að snúa hann niður og sprauta hann niður með haldóli en Rachel tókst loks að róa hann niður inni á baði... :-)

Aníhú- það var alveg merkilegt hvað fólk var tilbúið að smakka hákarlinn. Ég hafði reyndar sett það sem inngönguskilyrði að allir fengju hákarlsbita og brennivínsstaup. Öllum líkaði harðfiskurinn. Mörgum fannst svo hákarlinn betri en brennivínið! en engum fannst lyktin góð og í lok partýsins fann ég hákarlinn úti á svölum lengst úti í horni... Ég reyndi svo sjálf að geyma hann inni í ísskáp svo ég gæti nú notið hans sem lengst en varð svo 2 dögum seinna að borða hann allan á einu bretti þar sem ég var sjálf hætt að þola lyktina, haha :)

Annars er ég á góðri rotation á spítalanum núna - er nefnilega á hem/onc (blóðsjúkdómar/krabbamein) deildinni. Það er definetely eitt af topp þremur sérfræðifögunum sem ég er að spá í og fyrsta vikan hefur verið góð. Þetta er reyndar óvenjuerfið rotation þar sem maður leggur inn sjúklinga annan hvern dag frá kl. 7-19 en er í staðinn aldrei yfir nótt. Mér líkar vel eftirfylgdin sem maður fær því ég sé um alla sjúklinga sem ég legg inn alveg þar til þeir útskrifast. Og svo fær maður mikla kennslu því residentinn er fróður um almenna medisín, fellowinn (sá sem er í sérnámi í ákveðinni undirsérgrein) kennir margan fróðleik um sérgreinina og svo er sérfræðingur sem gengur stofugang daglega og sér um kennslufundi a.m.k. 3x í viku. Og þar fyrir utan eru svo hádegisfundir alla daga.

Nú er bara mánuður þar til ég kíki heim á skerið - hlakka mikið til :)

Engin ummæli:

Kvöldmatur á pallinum hjá Ólöfu

Kvöldmatur á pallinum hjá Ólöfu

Þorgeir, Hlynur, Janus og Barbara í heimsókn

Þorgeir, Hlynur, Janus og Barbara í heimsókn