21.8.08

Dr. House fílingur

Ok - varð að setjast niður og blogga aðeins um síðasta sólarhringinn minn í vinnunni.

Hef verið í þvílíkum House-fíling á gjörgæslunni. Fengum til okkar karlmann um sextugt í gærmorgun sem hafði akút ruglast á mánudagskvöld/nótt og var sendur frá öðrum spítala sem hafði ekki getað fundið út hvað var að honum. Hann presenteraði í akút nýrnabilun (krea 200), með metabólíska acidósu (bíkarbónat 7) með hækkuðu anjónabili (25). Hann var akút ruglaður, fálmaði út um allt, gaf enga sögu, þurfti mikið af róandi lyfjum til að halda honum rólegum. Þegar líða tók á uppvinnsluna komu í ljós calcium oxalate kristallar í þvagi, osmólar gap 25 og nýrnabilunin hélt áfram að versna svo hann var að lokum intuberaður og fór í blóðskilun. Kærastinn hans og frændi sögðu hann hafa rifist við einhvern góðvin sinn um helgina og höfðu áhyggjur af því að einhver hefði mögulega eitrað fyrir honum. Líklegasta greiningin augljóslega ethylene glycol eitrun (klassískt ef fólk drekkur t.d. frostlög). Svo ég eyddi gærkvöldinu í að tala við rannsóknarlögreglumenn, tala við poison control centrið í Boston, senda blóð í ethylene glycol mælingar og koma "blueberry pie" kökunni og öllum vökva sem fannst í ísskápnum hans í rannsókn!!!
Djæsí - þvílíkt case! Ég er smám saman að átta mig á mikilvægi þess að fara í sérnám í útlandinu - hér sjáum við extreme tilfelli í hverri viku...

4 ummæli:

Unknown sagði...

Vá þetta er ekta Doc.House case. Engin smá reynsla sem þú kemur með í töskunni eftir 6 ár.
Hlakka til að sjá þig eftir rúmlega viku:-)

Ragnar Freyr sagði...

Shiit. Var í héraði á Reyðarfirði. Maður átt kalk ganga blokka og fór í þriðju gráðu blokk með bradycardiu og hypoxiu. Og þetta bara á Reyðarfirði. Læknisfræði utan USA, hvernig má þa vera?

SíSí sagði...

Ha ha - gott ad their nai ad mennta thig eitthvad tharna a Reydarfirdi, Ragnar minn.
Eg huxa ad eg fordist blueberry pies hedan af eins og thu e.t.v. Ca ganga blokka?!?

Tinnsi sagði...

Hvað er að gerast í Dr House? Allt á fullu?

Kvöldmatur á pallinum hjá Ólöfu

Kvöldmatur á pallinum hjá Ólöfu

Þorgeir, Hlynur, Janus og Barbara í heimsókn

Þorgeir, Hlynur, Janus og Barbara í heimsókn