26.1.09

Sandkassaleikur

Ó man.... þetta blogg mitt átti aldrei að fjalla um íslensk stjórnmál en nú virðist það einhvern veginn óhjákvæmilegt... kannski af því ég er hér í USA og hef fáa til ræða við sem hafa actually áhuga á íslenskum stjórnmálum... eða kannski af því ég ER hér í usa, þá einmitt hef ég enn krafta og þrek til að ræða íslensk stjórnmál!?!
Aníhú - það komu fleiri en einn og tveir upp að mér í dag og spurðu hvað væri eiginlega að gerast á Íslandi? Og ég gat barasta ekki alveg svarað þeim...
Mér hefur alltaf reynst vel að flokka og númera hluti - ætla að gera tilraun með pælingar mínar í dag sem virðast reyndar ekki vel flokkaðar í mínum huga, well let´s try:

1) Ok - stjórnin fallin... það sem við vildum vissulega, fólk varð að bera ábyrgð á hruni efnahagslífsins en bíddu.... stjórnin fallin, bar einhver ábyrgð? Jú Björgvin G., hann bað þjóðina afsökunar, lét Fjármálaeftirlitið fjúka - mjög gott mál. En hvað með hina? 

2) Sandkassaleikur flokkanna - ásakanir ganga á víxl. Gísli Marteinn segir að innanflokksátök Samfylkingar hafi gert út um ríkisstjórnarsamstarfið. Ég er ósammála, held að aðgerðarleysi og einlæg valdagræðgi hafi gert út um samstarfið. Sérstaklega af hálfu Sjálfstæðisflokksins - því miður... þar eru nefnilega margir efnilegir einstaklingar sem ég hefði viljað sjá í þjóðstjórn. En Geir var ekki tilbúin til að láta undan, nei... hann var ekki tilbúinn til að láta þann stjórnmálamann sem hefur hlotið mestar vinsældir í könnunum síðustu 2 ára leiða nokkurs konar samstarf...

3) Af hverju ekki þjóðstjórn? Eru þetta ekki erfiðustu tímar sem þjóðin hefur staðið fyrir síðan Sturlungaöld leið undir lok?!? Af hverju geta menn ekki sameinað krafta sína, sett fram sitt bestasta og heiðarlegasta fólk til að sitja í þjóðstjórn? Af hverju geta flokkarnir ekki lagt niður sínar stríðsaxir og unnið að sameiginlegu markmiði - reyna að bjarga því sem bjargað verður á þessu landi, bjarga heimilunum, fyrirtækjunum, lífeyrissjóðunum... er það til of mikils mælst? En nei, Geir segir:
Þjóðstjórn er besti möguleikinn í stöðunni að mati Geirs H, Haarde formanns Sjálfstæðisflokksins en kemur þó vart til greina nema Sjálfstæðisflokkurinn fái Forsætisráðuneytið.
Af hverju í ósköpunum ætti Sjálfstæðisflokkurinn að leiða Forsætisráðuneyti frekar en einhver annar.  Flokkurinn gerði út um mögulega þjóðstjórn því miður - á tímum þar sem allir ættu að einbeita sér að því að slökkva í eldum þjóðarbúsins og bjarga því sem bjargað verður frekar en að vera í sandkassaleik! Ótrúlegt! Ég sem hélt að þessi dagur gæti ekki orðið annað en góður - að menn og konur legðu niður sverðin, tækjust í hendur og ynnu fyrir þjóðina, fyrir landið, sameiginlega að einu markmiði - að bjarga því sem bjargað verður - áður en það verður of seint!

4) Alþingiskosningar í maí - sorrí, það er barasta fáránlegt! Að flokkarnir 5 fari að einbeita sér að prófkjörum og kosningum  frekar en því sem máli skiptir. Hver veit su sem hvað hver flokkur stendur fyrir í augnablikinu - mér finnst eins og hvirfilbylur hafi gengið yfir pólitíska grundu landsins og hrist upp í öllum, svo mikið að ég sé ekki lengur að það skipti máli hvort einhver sé Framsóknarmaður eða Samfylkingarkona - ég meina, erum við ekki öll Íslendingar? Og viljum við ekki berjast fyrir tilveru okkar og komandi kynslóða?!? Er þetta ekki einmitt tíminn til að taka niður bleiku, pólitísku sólgleraugun og sjá heiminn í réttum lit. Er þetta ekki tíminn til að sameina þjóðina - það er reyndar mjög sennilegt að þjóðin sé löngu sameinuð en ekki stjórnmálamenn - og akkúrat núna reyna þeir að sundra þjóðinni í fylkingar, í Framsóknarflokk, Sjálfstæðisflokk, Samfylkingu, Vinstri-græna og Frjálslynda - já og svo má ekki gleyma "mótmælendum" sem hafa auðvitað bara eitt í huga, jú þeir ætla FRAM í næstu þingkosningum... nei, krakkar, nú verðum við barasta að fullorðnast svolítið, hratt!
Við berum öll ábyrgð á því að láta ekki glepjast aftur af flokkadráttum - að einblína á aðalatriðin, fólkið í landinu, náttúruauðlindir okkar, börnin, samheldnina og byrja upp á nýtt - læra af síðustu 10 árum okkar sögu, ýta þeim í burtu og móta framtíðarsýn okkar aftur!

Vá,  nú hef ég aldeilis látið hugann reika - veit ekki hvort númeringin hjálpaði eitthvað til, sennilega ekki. En ég er enn stolt af Íslendingum, nú megum við barasta ekki leyfa "stjórnmálaöflum" að eyðileggja þetta fyrir okkur. Þetta mál er svo miklu stærra en Geir vs. Solla eða Vinstri-grænir vs. Sjálfstæðisflokkurinn...

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég held að Geir hafi ekki verið með réttu ráði þegar hann stakk upp á Þorgerði katrínu í forsætisráðherraembættið. Maðurinn hennar er einn af þeim sem var látin fara frá kaupþing vegna fjármálaóráðsíunnar. meiriháttar hagsmunatengsl og hún er ekki líkleg til að draga hann eða vini hans til ábyrgðar..

kv Dögg

Tinnsi sagði...

Súper póstur Sigurdís. Ég er þér hjartanlega sammála.

SíSí sagði...

Sammála Dögg - Þorgerður Katrín er mjög öflugur stjórnmálamaður og ég hefði gjarnan viljað sjá hana í þjóðstjórn. En vegna hagsmunatengsla hefði pottþétt ekki verið gott að láta hana leiða slíka stjórn.

Takk Tinna - hlakka til að sjá ykkur á föstudag :) Verð reddí með sjerrí þegar þið komið!

Nafnlaus sagði...

margt svo góður póstur hjá þér Sigurdís. Þegar ég hef verið spurð síðustu daga hvað sé eiginlega að gerast á Íslandi segist ég bara vera without a country eins og í myndinni The Terminal með Tom Hanks :) Góður útúrstnúningur þar sem ég varla nenni að eyða tíma í að útskýra allt sem er að gerast og ekki að gerast.

Hlakka til að sjá þig á föstudaginn. Damn hvað ég hlakka líka til að sjá elskulega Boston aftur...

later Vala

Nafnlaus sagði...

Allt mjög góðir punktar!! Sérstaklega nr. 3 og 4.

Manni líður virkilega eins og stjórnmálamennirnir eru byrjaðir aftur í leikskóla, aka í sandkassaleik.

En allt er þegar þrennt er. Varla til fleiri kreppur fyrir okkur að ganga í gegnum: Bankakreppa, gjaldeyriskreppa og nú stjórnmálakreppa!

Kv. Svava

Kvöldmatur á pallinum hjá Ólöfu

Kvöldmatur á pallinum hjá Ólöfu

Þorgeir, Hlynur, Janus og Barbara í heimsókn

Þorgeir, Hlynur, Janus og Barbara í heimsókn