21.4.09

Bara í Bandaríkjunum

Aðalfréttin hér í Boston þessa dagana er "the Craigs list killer" - gaur sem hitti vændiskonur á hinum fínustu hótelum hér í Boston og rændi svo af þeim pening. Nema hvað að hann skaut líka eina þeirra til bana.
Og svo kom í ljós í gær að hann er 2. árs læknanemi við BU (Boston University) ! - sem er tengt BMC (a.k.a. Boston University Medical Center)!!!
Fréttamenn stóðu í röðum fyrir utan spítalann í dag og reyndu að ná tali af hvaða starfsmanni sem labbaði framhjá þeim. Er viss um að fréttin hafi verið í gangi allan daginn á þessum fréttastöðvum hér - örugglega búið að greina þetta í tætlur, finna familíuna, sálgreina gaurinn og tala við vinina - var hann efnilegur læknir? Eða sýndi hann merki um psychopatha-persónuleikahegðun? Borðaði hann Cocoa Puffs? O.s.frv. o.s.frv.
Bara í Bandaríkjunum...

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

þetta sýnir bara hvað læknanemar eru blankir í bandaríkjunum. Grey gaurinn hefur bara ekki verið söluhæfur í vændið sjálfur og því þurft að stela frá hinum. Það passar bara ekki inn í kenninguna mína að hann hafi skotið eina vændiskonuna. Það passar ekki við do no harm regluna

kv Dögg

Nafnlaus sagði...

Algjört bíómynda/sjónvarpsþáttadrama!
kv Pétur.

Kvöldmatur á pallinum hjá Ólöfu

Kvöldmatur á pallinum hjá Ólöfu

Þorgeir, Hlynur, Janus og Barbara í heimsókn

Þorgeir, Hlynur, Janus og Barbara í heimsókn