29.4.09

Að vilja vera eða ekki vera

Verð að segja ykkur aðeins frá skrautlegum karakterum sem ég hef kynnst á spítalanum...

Boston Medical Center var áður þekktur sem Boston City Hospital og sinnti öllu fátæka fólkinu í Boston. Þetta hefur að mörgu leyti enn haldist í því fari - að vísu er alltaf farið með sjúklinga á þá bráðamóttöku sem er næst en einhvern veginn þá leitar fátæka fólkið mikið hingað. Og það er beinlínis ástæðan fyrir því að sumir vilja fara í sérnám á BMC. Theresa vinkona hefur t.d. ákveðið að hún ætlar að sérmennta sig í brjóstakrabbameini í spænskumælandi fátækum konum og þá er BMC góður staður!
Hef nú verið á almennri deild í nærri 8 vikur og hef kynnst ýmsu skondnu. Vorum t.d. með karl um daginn sem var lagður inn drukkinn (sem gerist nú yfirleitt ekki en það var einhver spurning hvort hefði liðið yfir hann og því þótti betra að fylgjast aðeins með honum). Svo hverfur karlinn eitthvað út af stofunni sinni og dúkkar svo aftur upp. Sérfræðingurinn fer eitthvað að kíkja á hann og finnur vodkapela í öðrum sokknum og karlinn svo drukkinn að ekki er hægt að útskrifa hann! Daginn eftir leit hann vel út á stofugangi, hafði runnið af honum og svo átti að útskrifa hann eftir stofugang um hádegisbil. Heyrðu, þá var karlinn aftur orðinn svo drukkinn að hann stóð ekki í lappirnar!!! Svo 3. daginn hafði runnið af honum og ég var með pappírana tilbúna kl. 08 svo hægt væri að senda hann út áður en hann kæmist í áfengi. Nema hvað að þá fundust skórnir hans ekki og það tók 3 klst. að hafa uppi á skóm handa karlgreyinu - sem betur fer tókst okkur að halda honum inni á herbergi þangað til og loks komum við honum út!
Svo hef ég nú í þrígang verið með stelpu sem kemur inn til okkar úr fangelsi eftir að hafa innbyrt alls konar hluti. Hún hefur m.a. étið skeið, plastgaffal, klósettpappír og stærðarbita úr plastkassa. Kemur í fylgd fangavarða sem reyna að passa hvað hún borðar þarna í fangelsinu en henni tekst iðulega að troða ofan í sig einhverju öðru en mat. Og kemur þá til okkar í magaspeglun svo hægt sé að ná í þessa hluti!
Annars er ég víst með met í því hversu margir sjúklingar strjúka frá okkur þennan mánuðinn. Einhver minna sjúklinga hefur annað hvort stungið af af deildinni eða útskrifað sig gegn læknisráði nánast hvern einasta dag sl. 2 vikur. Ég held það sé íslenski hreimurinn - hann hljómar svolítið harkalega - held þessir sjúklingar séu barasta hræddir við mig!
Mér fannst samt verst þegar kallinn með skorpulifur og varicublæðingar (blæðingar í vélinda) með hemoglobin upp á 60 heimtaði að fara heim að drekka um daginn! En það var ekki hægt að sannfæra hann um að vera hjá okkur - hann sagðist bara myndu koma aftur ef hann myndi slappast eitthvað...

1 ummæli:

Tinnsi sagði...

Whoa, crazy shit! Er þetta fólk smokin crack eller?

Kvöldmatur á pallinum hjá Ólöfu

Kvöldmatur á pallinum hjá Ólöfu

Þorgeir, Hlynur, Janus og Barbara í heimsókn

Þorgeir, Hlynur, Janus og Barbara í heimsókn