15.4.09

Líður að lokum fyrsta árs...

Nú er intern árið mitt senn á enda og ég er í huganum farin að gera árið svolítið upp.

Þetta hefur verið gott ár. Ekki jafnerfitt og ég bjóst við. Það er alltaf talað um að í USA sé endalaus vinna og vissulega er hún meiri en heima - en langt í frá óyfirstíganleg.
Hér eru læknar á þessu stigi námsins svo rosalega dediceraðir, það er ætlast til að við séum "all over it", þ.e. með allar upplýsingar á hreinu um okkar sjúklinga á stofugangi og það hentar mér afskaplega vel að læra í umhverfi þar sem nákvæmni er í fyrirrúmi höfð (þar sem ég er svona nett obsessív...).
Hvað varðar vinnutíma þá er erfitt að henda reiður á nákvæmum tölum því þetta er mismunandi eftir rotationum. Eitt er víst að við mætum kl. 7 á morgnana og á venjulegum degi þegar ekki er verið að leggja inn þá getur maður búist við því að fara kl. 17, svona að meðaltali. En fyrr ef maður er búin með alla sína vinnu - og ef manni tekst að útskrifa alla sína sjúklinga þá þarf maður alls ekki að mæta! Hefur gerst tvisvar hjá mér (heitir að "win the game"), í bæði skiptin var ég reyndar á vakt um kvöldið svo þetta var ekki algjör frídagur!
Hef séð ýmislegt hér á BMC sem ég sá lítið af heima - dæmi:
- sickle cell anemia/crisis - erum með svoleiðis sjúklinga hjá okkur í hverri viku, hafði barasta aldrei séð sjúkling í sickle cell crisis fyrr en ég kom hingað!
- HIV - mikið af HIV smituðum sjúklingum hér sem eru á götunni og því ekki á HAART og koma inn með AIDS og opportunistiskar sýkingar
- lifrarsjúkdómar - hep B/hep c, skorpulifur, HCC - þetta sá maður svo lítið af heima, binge drinking fer tvímælalaust betur með lifrina...
- pulmonary hypertension - á BMC er einn helsti expert heims í lungnaháþrýstingi og við sjáum því óvenjumikið af þessu hér
- amyloidosis - aftur, BMC er með eitt besta center USA í amyloidosu
- fráhvarfsmeðferðir - mikið um sjúklinga á heroíni hér, á methadone sem fráhvarfsmeðferð. Svona sjúklinga sá maður varla heima.
Svo er ýmislegt öðruvísi hér, hér eru allir sykursýkisjúklingar settir á insúlín við innlögn og po meðferð stöðvuð á meðan. Hér hef ég enn ekki séð neinn fá gentamicin! - þeir virðast bara alveg hættir að nota það, sömuleiðis er digoxin afar lítið notað.

Jæja, þetta endaði kannski á því að verða hálfboring læknisfræðileg upptalning - get sagt ykkur svona í lokin að ég er á súperteymi þennan mánuðinn á almennri lyflæknadeild. Co-interninn minn er vel lesinn Grikki frá Krít, deildarlæknirinn svakaklár stelpa og sérfræðingurinn er ung kona, nýlega komin hingað til BMC og ótrúlega áhugasöm um að kenna okkur. Svo við hendumst um ganga spítalans, súperefficient og höfum því nægan tíma til að lesa og rökræða. Sérfræðingurinn raðar upp sjúklingum og leyfir okkur að skoða og giska hvað sé að og fer daglega yfir efni sem við stöndum ekki nógu klár á - þetta er by far besti mánuður ársins!

3 ummæli:

Tinnsi sagði...

Þetta hljómar geðveikt vel! Það er svo klikkað gaman að læra eitthvað í þaula, frábært hvað þú ert að fíla þig vel á BMC.

Nafnlaus sagði...

Já hljómar alveg eins og þessir ammmerísku læknadramaþættir. Get svo ímyndað mér að þú sért að fíla þig í tætlur. Það er svo gaman þegar maður vinnur við eitthvað sem maður hefur brennandi áhuga á.

Öfunda þig af Boston í hvert skipti sem ég les bloggið þitt. Ooooh enjoy!

Vala

Nafnlaus sagði...

Það er fyrir öllu að þú hafir gaman af því sem þú gerir úti í Boston. Auk þess hljómar þetta ótrúlega spennandi. Annars hlakkar okkur bara til að sjá þig aftur í júní í sumarblíðunni :D

Kvöldmatur á pallinum hjá Ólöfu

Kvöldmatur á pallinum hjá Ólöfu

Þorgeir, Hlynur, Janus og Barbara í heimsókn

Þorgeir, Hlynur, Janus og Barbara í heimsókn