4.4.09

Rólegheit

Jæja, kominn tími á að hefja aftur bloggfærslur eftir hlé síðastliðins mánaðar!

Ég hef áttað mig á því að það hefur tekið mig svona eins og eina meðgöngu að aðlagast USAísku samfélagi. Ég var algjörlega á útopnu hérna fyrstu mánuðina - fara allt sem ég hugsast gat, út að borða, drekka, djamma, djúsa - það var alltaf eitthvað í gangi! Ég held það hafi verið stórborgarlífið sem hafði þessi áhrif á mig, manni fannst allt svo brjálæðislega frábært :)
Og ég stimplaði mig heldur betur inn í hópinn hér á BMC - SíSí léttgeggjaða, alltaf að gera eitthvað kreisí! Held ég hafi nú samt toppað allt með spilavítisferðinni minni... það var nefnilega þannig að eitt fimmtudagskvöld í október vorum við að drekka bjór, nokkur í prógramminu og 4 seniorar höfðu ákveðið að fara í spilavíti í Connecticut (þau eru nefnilega bönnuð í Massachusetts) og ég ákvað að skella mér bara með! 2 tíma bíltúr fram og tilbaka, lagt af stað seint um kvöld og komið tilbaka um kl. 5. Og ég svo beint í vinnu kl. 7! Spilavítisferðin mín í New Orleans með Gísla Engilbert og Davíð Þór var mér vel minnistæð því þar tókst mér að vinna 100 USD en hér fór það akkúrat á öfugan veg :(
Aníhú - skemmti mér samt mjög vel!

En nú hef ég róast... í alvöru! Farin að njóta þess betur að vera í vinnunni, lesa læknisfræði og bara almennt að njóta lífsins án þess að vera á einhverju endalausu djammi. Og það er yndislegt! :)
Hef komist að því að prógrammið hér er stórkostlegt - er að vinna með afskaplega góðum hóp og allir forsvarsmenn alveg yndislegir. Og nú er vorið komið og ég farin að hlakka til ævintýra sumarsins :)
...og ætla reyndar út að djamma og djúsa í kvöld - ehhemm ;)

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

þú ert alveg kostuleg. Ég get nú sagt að mig hlakkar til að kynnast nýrri borg og menningu þegar þar að kemur. Ég veit ekki hvort ég eigi eftir að djamma jafn mikið og þú samt.

kv dögg

Nafnlaus sagði...

Það hljómar eins og brúðkaupsferðartímabilið hafi verið ansi langt hjá þér. Nú er komið að næsta tímabili í aðlögun að nýjum stað. kv Pétur.

Kvöldmatur á pallinum hjá Ólöfu

Kvöldmatur á pallinum hjá Ólöfu

Þorgeir, Hlynur, Janus og Barbara í heimsókn

Þorgeir, Hlynur, Janus og Barbara í heimsókn