21.10.09

Hálfnað verk þá hafið er

Ótrúlegt hvað tíminn líður hratt...

Nú er ég að verða hálfnuð með tímann minn hér í Boston og hef hafið undirbúning að næsta kafla - nefnilega umsókn um hem/onc fellowship (sérnám í blóðsjúkdóma/krabbameinslækningum). Já, sumir vilja meina að ég hafi tekið kúvendingu í vali mínu á sérnámi en satt best að segja þá hafði ég aldrei ákveðið 100% að fara í hjartalækningar - valið stóð alltaf milli þess og krabbameins.
Og fellowshipið hefst væntanlega sumarið 2011, það er reyndar alveg hugsanlegt að ég verði áfram í Boston en þó líklegra að ég færi mig eitthvað annað. Nú er tekið við annað umsóknarferli, ekki ósvipað því sem ég gekk í gegnum fyrir 2 árum. Umsóknir, personal statement, CV, meðmælabréf, viðtöl - og svo kemur þetta allt í ljós í júní á næsta ári :)

Engin ummæli:

Kvöldmatur á pallinum hjá Ólöfu

Kvöldmatur á pallinum hjá Ólöfu

Þorgeir, Hlynur, Janus og Barbara í heimsókn

Þorgeir, Hlynur, Janus og Barbara í heimsókn