18.7.08

Úfff - nú er heitt!

Jamms, nú er heitasti tíminn í Boston og sl. daga hefur hver dagur verið öðrum heitari. Um helgina var 35° C hiti og sól og maður meikaði varla að fara á fætur. Hér í íbúðinni hennar Ólafar er loftkæligræja í svefnherberginu og því hef ég haldið til þar að mestu. Harvard internal medicine kúrsinn er í fullu swingi og því komu Þorgeir, Barbara, Hlynur og Janus - kollegar mínir að heiman - til að fræðast um USAíska læknisfræði. Hefur verið þvílíkt gaman að hitta þau, hef haft nógan tíma því ég hef verið í fríi 5 daga sl. viku (var ekkert kölluð inn af krónísku bakvaktinni, a.k.a. "frí á launum") en var svo reyndar kölluð inn á gjörgæsludeildina á hermannaspítalanum um helgina því þar vantar einn aðstoðarlækni sem er enn að bíða eftir visa afhendingu úti í Indlandi! Það var gaman að kynnast hermannaspítalanum - sjúklingarnir voru allt karlmenn, flestir reyndar gamlir "veterans" sem börðust í Víetnamstríðinu og löngu hættir í hernum. Gjörgæsludeildin er lítil (8 rúm) og því hæfilega mikið álag (svaf 6 tíma eina nóttina!=) og mér gafst góður tími til að spá í öndunarvélum og pressorum og alls konar hlutum sem ég kann lítið á (og reyndist alveg ótrúlega spennandi - alltaf gaman að læra nýja hluti). Í næsta mánuði fer ég svo á gjörgæsluna á BMC sem er svolítið annað mál - þar hugsar maður um allt að 30 sjúklinga! á nóttunni og tekur 30 tíma vakt 3. hvern dag - verður án efa lærdómsríkt/krefjandi...
Verð samt eiginlega að segja ykkur frá lyfjarobottnum sem ég rakst á á VA-spítalanum (a.k.a. hermannaspítalanum) - alveg merkileg græja sem keyrir um allan spítalann með lyf handa sjúklingum, allar hurðir opnast sjálfkrafa fyrir henni "Lucy" sem gefur svo til kynna að hún sé mætt "Lucy is here with meds"! Merkileg uppfinning!

Ég er mjög stolt af kollegum mínum heima sem berjast nú fyrir betri kjörum lækna. Það er nefnilega þannig (og fáir sem vita af því) að laun lækna hafa dregist aftur úr öðrum sambærilegum stéttum undanfarin ár. Nýútskrifaður kandídat eftir 6 ára nám í HÍ byrjar með 274.000 í grunnlaun. Læknir sem kemur heim úr 6 ára löngu sérnámi og ræður sig til starfa á Landspítalanum fær 471.000 kr. í grunnlaun. Spáið í því!!! Þegar ég kem heim frá Boston eftir að hafa verið á sultarlaunum í 6 ár og lagt 12 ára nám að baki þá næ ég ekki einu sinni 500.000 kr. í grunnlaun! Verð sennilega að flytja inn í eina af þessum gámaíbúðum sem lagt hefur verið til að innrétta og lifa á vatni og brauði - ja og kannski stöku bjór... Áfram Ragnar & co. - ég styð ykkur heilshugar í kjarabaráttunni!

Smáfréttir af djammleit minni hér í Boston. Um daginn fór ég á dansiklúbb með vinum mínum þeim Ann, Pushpak og Sunny. Og það minnti loks aðeins á íslenska djammstemmningu. Svona dansiklúbbar eru nefnilega sniðugir ef maður fílar að dansa. Fólk fer eingöngu til að dansa og djúsa og Kaninn kann sko alveg að dansa. Þetta var svona R&B, club, dance stemmning og kallast að "go clubbing". Og staðurinn hét The Estate - hvernig getur slíkur staður klikkað!

3 ummæli:

Tinnsi sagði...

Svona svona dúllan mín, þú munt ekkert þurfa að búa í gám. Ég sé fram á svipuðu launaleysi og því er ég að æfa mig í að smíða húsgögn og rækta grænmeti. Ætli ég skjótist ekki með kartöflur og grænkál yfir til þín og kannski koll í skiptum fyrir að líta á hana litlu Sísí mína sem er að ég held með í eyrunum.

SíSí sagði...

Æ takk Tinna mín,

Það væri frábært að kunna að smíða sín eigin húsgögn! Og jafnvel rækta grænmeti, hmmmm.... er nú samt ekki þekkt fyrir græna fingur svo kartöflur og RÆKTAÐ grænkál kæmi sér án efa vel!

Nafnlaus sagði...

Frábært að heyra af smá velgengni djammleitar þinnar. Hlakka til að fara á dansiklúbbinn, aka "go klubbing"...

Kvöldmatur á pallinum hjá Ólöfu

Kvöldmatur á pallinum hjá Ólöfu

Þorgeir, Hlynur, Janus og Barbara í heimsókn

Þorgeir, Hlynur, Janus og Barbara í heimsókn