11.7.08

Hið ljúfa líf

Jamms - hið ljúfa spítalalíf er nú gengið í garð. Ég er hætt á deildinni því stelpan sem ég var að leysa af fékk lækningaleyfið sitt á miðvikudag. Og nú er ég komin á krónísku bakvaktina, sit úti á palli í sólbaði og hugleiði næstu skref í verkefninu... og get su sem verið kölluð inn hvenær sem er til að dekka ef einhver veikist. Já, það er undarlegt hvað álaginu er misdreift á þessum rotationum. Mér heyrist samt deildarvinnan á ENC (east newton campus - þar sem ég hef verið sl. 2 vikur) vera erfiðasta rotationin. Þar leggjast veikustu sjúklingarnir inn, með margvísleg vandamál. Það voru t.d. nánast allir með sykursýki og talsverður hluti sjúklinganna kom í gegnum heimaþjónustu sem sinnir lömuðum. Fyrsti sjúklingurinn sem ég lagði inn á BMC verður mér án efa minnistæður - 23 ára stúlka sem hlaut brot á C2 í bílslysi 11 ára og hefur því verið lömuð fyrir neðan háls og á öndunarvél í 12 ár! Hún virtist alveg magnaður einstaklingur, brosti og gerði að gamni sínu og tók þessu af miklu æðruleysi. Og átti frábæra fjölskyldu sem sá um hana.

Svo heyrist mér líka á öllu að þetta medisín-prógramm sé með þeim erfiðari í USA. Það kemur mér reyndar ekki á óvart eftir þessar fyrstu vikur því þetta vinnuálag virðist jafnast á við kirurgískt vinnuálag. En fólkið sem hefur gengið í gegnum BMC-prógramm er líka þekkt fyrir það að búa yfir mjög góðri þjálfun. Svo það er gott! Það mæðir mikið á internunum sem sjá alveg um allt fyrir sína sjúklinga og reporta svo í residentinn. Það er frábært fyrir mig - þ.e. að ég fái að gera sem mest í stað þess að verða eitthvert pappírsdýr sem fyllir bara út beiðnir osfrv.

Svo eru krakkarnir í prógramminu nú aðeins að koma til. Held þau sjái það að eina leiðin til að komast í gegnum þetta heilvita sé að fylgja mottóinu "work hard, play hard" - og ég legg áherslu á play-hlutann :) Það er ómögulegt að vinna bara og sofa og vinna og sofa og vinna og sofa - þetta þarf að vera eitthvað meira á þessa leið: vinna - góður matur/gott rauðvín - sofa - kaffi - vinna - kaffi - fara á djassbúllu - bjór - sofa
Finnst ykkur ekki?!? :)

Ein pæling svona í lokin - merkilegt hvað er mikið af lágvöxnu fólki hérna í USA. Held ég sé með þeim hæstu í intern-bekknum! Og ég er algjör meðalkona á hæð 1.67 m!!! Fór út með nokkrum krökkum á Cambridge pöbbarölt í vikunni og er ég var á labbinu uppgötvaði ég að gaurarnir 4 voru allir minni en ég! Og þeir áttu s.s. rætur að rekja hingað og þangað - einn af ítölsku bergi brotinn, veit reyndar ekki alveg með hina. Er þetta einhvers konar USAsískt náttúruval? Survival of the shortest?

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þetta er alveg öfugt hér í Hollandi þar sem Hollendingarnir eru allir hærri en ég. Sem betur fer er slatti af innflytjendum á ferli sem draga meðalhæðina niður úr hæstu hæðum. Þeir bera margir hæðina illa.

Unknown sagði...

ertu ad segja ad madur verdi eins og eitthvert freak tarna tegar madur kemur i heimsokn???
kata

Nafnlaus sagði...

Hmmm.... ja, thu munt yfirgnaefa fjoldann. Agaett i bidrodum, madur getur bolad ser afram an mikillar fyrirhafnar :)
Kv. Sigurdis

Nafnlaus sagði...


Var að frétta að þú værir komin með bloggsíðu. Hér verður kíkt reglulega inn og fylgst með lífinu í Boston :)
Kv
Erla

Kvöldmatur á pallinum hjá Ólöfu

Kvöldmatur á pallinum hjá Ólöfu

Þorgeir, Hlynur, Janus og Barbara í heimsókn

Þorgeir, Hlynur, Janus og Barbara í heimsókn