3.7.08

Workin' 9 to 5 - what a way to make a livin´

Yehes... ekki vanmeta 9 til 5 vinnu!

Vinnudagurinn á BMC byrjar kl. 7 og endar þegar hann endar...
Úfff, fyrsta vikan í vinnu hefur óneitanlega verið svolítið röff - í fyrsta lagi þá kann maður ekkert á kerfið og þarf endalaust að spyrja fólk að hlutum eins og hvernig eigi að ná í þennan eða panta þetta eða pípa á þennan eða hvar klósettið sé o.s.frv. Svo eru fataskáparnir með einhverjum fáránlegum lásum sem þarf að snúa sitt á hvað til að opna - tekur mig svona 10 mín. að komast inn í þá! Í annan stað þá hefur vinnutíminn verið hrikalega langur þessa fyrstu daga. Hef verið í vinnunni 14-16 tíma þessa "hefðbundnu" vinnudaga og svo tekið eina 30 tíma vakt. Var alveg himinlifandi í gær þegar ég slapp út eftir 12 klst.! Fyrsta 30 tíma vaktin gekk þokkalega en ég drakk líka 3 kaffibolla á stofugangi daginn eftir til að halda mér vakandi. Svo upplifði ég klassískt "postcall confusion syndrome" þegar ég mætti í vinnu kl. 8! í stað kl. 7 daginn eftir 30 tíma vaktina. Uppgötvaði það á strætóstoppistöðinni á leið í vinnu...

Aumingjans krakkarnir sem eru að vinna með mér (hinir internarnir eru allflestir nýskriðnir úr læknadeild) - þau eru öll frekar mikið að fríka út á þessu. Einn þeirra sagði mér í dag að hann mætir kl. 4:30 til að átta sig á hlutunum áður en residentarnir koma kl. 7:30! Annars er hinn hefðbundni vinnudagur rólegri en heima. Internarnir (þ.e. ÉG) mæta kl. 7 og hitta interninn sem var á næturvaktinni og fá updeit um sjúklingana. Svo kíkjum við á veikustu sjúklingana (þ.e. pre-roundum í hálftíma) og hittum svo residentinn og sérfræðinginn kl. 7:30. Þá er genginn hefðbundinn stofugangur til kl. 10 og þá hefst pappírsvinna - athuga niðurstöður, hringja eftir konsúltum o.s.frv. Svo er alltaf hádegisfundur - þar fáum við mat og fræðslu. Eftir hádegi sest sérfræðingurinn niður með okkur í 1-2 klst. og spjallar um eitthvað topic. Svo fer maður yfirleitt aftur og kíkir á sína sjúklinga, skrifar framvindunótur um hvern og einn og í lok dags hittir maður svo interninn á vaktinni og "signar út". Þannig sér maður um sitt teymi 6 daga vikunnar (1 frídagur í viku!) en ofan á það leggjast innlagnir á teymið ca. 2-3. hvern dag. Suma daga leggur maður inn frá 7-12, aðra frá 12-19 og á 30 klst. vöktunum leggur maður inn frá kl. 19-07. Á hverju teymi eru svo 2 læknanemar og þau eru alveg ótrúlega dediceruð. Um daginn lenti teymið mitt í því að þurfa að leggja inn 5 sjúklinga sem komu allir í lok innlagnarvaktarinnar milli kl. 18-19 (ég var í fríi :) - þetta leiddi til þess að aðstoðarlæknirinn komst ekki heim fyrr en kl. 03, residentinn fór kl. 05 og einn læknaneminn fór ekkert heim heldur var alla nóttina - svo mætti allt teymið aftur kl. 07! Yes, dedication er besta orðið!

Jæja - ætla að kíkja niðrí bæ á 4. júlí hátíðarstemmninguna.


Orðskýringar:
Intern = "aðstoðarlæknir" (allir þurfa að taka intern ár eftir læknadeild, hægt að velja milli lyflæknisfræði, skurðlæknisfræði eða blandaðs árs)

Resident = "deildarlæknir" (krakkar sem eru búnir með intern árið - lyflæknisfræðiprógramm samanstendur af einu intern ári og 2 resident árum)

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

hae. Hljómar vel. En hvad áttu vid med ad hefdbundni vinnudagurinn sé rólegri en heima? - Kannski ad vinnan dreifist á fleira fólk og lengri vinnutíma?
Kvedja, Pétur.

Nafnlaus sagði...

gaman gaman, gott thu ert byrjud ad blogga!!!
finn tig a skype tegar eg kem aftur a klakann og fae ta vonanadi sludur beint i aed...
knus!
kata

Tinnsi sagði...

Mikið er ég ánægð með nýja bloggið Sigurdís. Hlakka til að heyra meira um dediceraða læknanema og sjúkraspliff.

SíSí sagði...

Já Pétur - vinnan er rólegri að því leyti að sjúklingafjöldinn er minni en heima, hver intern sér mest um 12 sjúklinga og leggur mest inn 5 sjúklinga á vöktunum sem er fínt. Stýrt flæði sem virkar raunverulega! Svo það er meiri tími fyrir kennslu og pælingar. Fletti t.d. upp hypophosphatemiu í gær, man ekki til þess að hafa nokkurn tímann pælt í því áður :)

Kata - gott að heyra í ykkur. Held þið hafið raunar verið jafnlengi í útlöndunum og ég! Og ég verð búin með fyrsta mánuðinn hér á sunnudag! Yes, slúður i.v. þegar þú kemst heim á klakann :=)

Tinna - já læknanemarnir eru dediceruð og meiriháttar dugleg. Hann Anthony minn (overnight gaurinn) er besti læknanemi sem ég hef kynnst. Gaf sig þvílíkt að sjúkling sem lagðist inn með eistnalyppabólgu og var reyndar kynskiptingur með eiturlyfjavanda og endaði á því að útskrifa sig gegn læknisráði. Anthony var brjálæðislega þolinmóður og sinnti þessari konu frábærlega. "Excellent care without exception" - það er mottó spítalans!

Kvöldmatur á pallinum hjá Ólöfu

Kvöldmatur á pallinum hjá Ólöfu

Þorgeir, Hlynur, Janus og Barbara í heimsókn

Þorgeir, Hlynur, Janus og Barbara í heimsókn