1.8.08

Kaffi og pennar

Jæja, svolítið síðan ég skrifaði síðast en hef líka verið bissí - fékk nefnilega Ingu og Guðrúnu í heimsókn til mín :) Þær lögðu þvílíkt ferðalag á sig til að komast hingað, flugu til NY og tóku svo Chinatown rútuna til Boston. Tinna vinkona hafði löngum mælt með þessari rútu og stelpurnar urðu ekki fyrir neinum vonbrigðum held ég. 15,- USD aðra leið, ágætis rútur og voru 4 klst. á leiðinni - talsvert betra en þegar ég tók Amtrak lestina sömu leið á 80,- USD, lestin bilaði 2x á leiðinni og tók mig því 7 klst.!!! - Yeees, tékkiði á http://www.fungwahbus.com/ ef þið ferðist þessa leið.

Stelpurnar stoppuðu í 5 daga og við náðum að túristast svolítið milli verslunarferða :) - fórum m.a. á Nantasket ströndina fyrir sunnan Boston sem var ágæt, átti reyndar von á silkihvítum sandi og volgum sjó en þetta var svona meira steinaströnd og Atlantshafið hérna vestan megin frekar kalt - það er nú samt alltaf næs að liggja og sóla sig!

Það eru tveir hlutir sem ég sakna frá Landspítalanum og hef stórlega vanmetið - nefnilega kaffi og pennar! Á BMC eru engir pennar á deildunum svo maður verður að koma með sína eigin og ef þeir týnast þá getur ritarinn kannski lánað! manni penna ef hún er í góðu skapi. Ótrúlegt! Á deildarlæknaherberginu á Lansanum voru svona 300 pennar, hvað þá á deildunum. Svo er það kaffiskortur - á BMC er ekkert kaffi að fá á deildunum, það eina sem til er í býtibúrinu eru lítil saltkex, frekar óspennandi. Svo maður verður að byrja hvern morgun á að kaupa sér kaffi á Starbucks eða Dunkin Donuts. Ég hef ekki enn áttað mig á því hvort ég fíli kaffimenninguna hérna... kaninn drekkur ekki sterkt kaffi og þeir eru mikið í þessum mjólkurblönduðu kaffidrykkjum sem geta s.s. verið ágætir en til að vakna á morgnana þarf ég SVART + STERKT kaffi! Já, það er ótrúlegt hvað kaffi og pennar geta skipt mann miklu máli :)

Svo er ég komin með íbúð sem ég flyt í seinni partinn í ágúst. Hún er á Shawmut Avenue sem er í 10 mín. göngufjarlægð frá BMC sem er frábært! Núna tekur það mig 30-40 mín. að komast niðureftir og þegar maður vaknar kl. 5 á morgnana þá skipta 30 mín. miklu máli! Íbúðin er svakakósý með litlum terrass og 1 svefnherbergi. Það verður gott að fá dótið frá Íslandi og geta komið sér vel fyrir. Hún er í South End hverfinu sem er aðalgay hverfið í Boston, þar eru fullt af kósý kaffihúsum og veitingastöðum og flestir bekkjarfélagar mínir búa í þessu hverfi.

Gjörgæslan leggst vel í mig, búin með fyrstu 30 tíma vaktina sem gekk vel. Álagið á gjörgæslunni er allt öðruvísi en á deildunum því það mæðir langmest á 1. árs deildarlækninum. Hann sér um allar innlagnir á GG en við gerum dagnótur. Þannig svaf ég 5 klst. á fyrstu 30 tíma vaktinni en aumingja deildarlæknirinn lagði inn 6 sjúklinga og svaf ekkert! Og ég má ekkert hjálpa honum ef hann er að drukkna, hann verður að sjá um sjúrnalana alveg sjálfur. Þetta er því brjálað álag og hálfgerð prófraun fyrir 1. árs deildarlæknana (spáið í því, þetta eru krakkar sem kláruðu intern-árið í júní, nú reka þau allt í einu GG-deildina og stýra öllum endurlífgunum!). Gjörgæslan er öðruvísi hér en heima því hér sjá medisínerar um GG en ekki svæfingalæknar. Svæfingalæknarnir intúbera að vísu en við gerum allt annað. Svo það er svakagaman að læra að setja leggi og læra á öndunarvélarnar o.s.frv.

Vona að þið njótið veðursins heima - það er fáránlegt að fylgjast með þessum hitatölum á mbl... :)

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hejsan fran Uppsala!
Trixið er að kynnast skemmtilegu hjúkkunum á deildunum með góða kaffið og kikja svo í heimsókn.
Alveg eins og heima :)

Nafnlaus sagði...

Hér í meinafræðinni í Ams. eru sko almennilegar kaffivélar. Á kaffistofunni er risastór vél sem býr til allar tegundir af kaffi í alls konar styrkleikategundum og te og eitthvað fleira. Er ótrúlega notalegt á mygluðum morgnum. Hmmm, og pennar. Ef ég ætti að vera mjög smámunasamur er aðeins minna af pennum hér en á Íslandi ;) Hvað var þetta annars með pennana á Lanzanum? Alls staðar voru mörg hundruð pennar í alls konar litum og áherslupennar. Kv Pétur.

Addý sagði...

Hæ skvís!
Ætla að njóta pennaframboðsins sem aldrei fyrr eftir þennan lestur. Verður þó langt í að svart og sterkt kaffi kalli fram aukahjartslátt hér á bæ.
Sendi góðar kveðjur til USA
Addý

Nafnlaus sagði...



Viltu að ég sendi þér nokkra BIC blue? það eru 450 stk inni á mínu deildarlæknaherbergi.

Ég mæli með að þú fáir þér Nespresso kaffivél og búir þér til þrefaldann expresso heima áður en þú ferð í vinnuna. Mjög gott kaffi og það tekur bara 1 mínútu að hafa það til.

Hvað segirðu annars um helgina 5 -7 september?

kv Dögg

Tinnsi sagði...

Ég mæli með americano extra shot and room, lítill eða medium, eftir því hversu langt er næsta. Room þýðir pláss fyrir mjólk í kaffið en fyrir þá sem ekki vilja mjólk þýðir það sterkt og mögulega gott kaffi. Vona að þetta virki þangað til þú færð kaffivél.

Nafnlaus sagði...

Hér í Svíþjóð er:
a) Kaffi ALLS STAÐAR
b) Engir pennar
Væri alveg til í að fá sendingu af BIC hingað líka. Í bláum lit takk.

Kvöldmatur á pallinum hjá Ólöfu

Kvöldmatur á pallinum hjá Ólöfu

Þorgeir, Hlynur, Janus og Barbara í heimsókn

Þorgeir, Hlynur, Janus og Barbara í heimsókn