16.4.09

Mús?

Ok, þetta var pínu scary....
Var rosalega bissí í vinnunni í dag. Fengum 5 nýja sjúklinga þegar við mættum kl 07 í morgun, komu allir upp á deild milli 5 og 6 og því náði næturvaktin ekki að kíkja almennilega á þá. Vorum því með 13 sjúklinga í morgun, gengum stofugang + skoðuðum þessa 5 nýju. Cointerninn minn var í fríi svo það var extramikið að gera. Deildarlæknirinn svo í göngudeild eftir hádegi og ég að útskrifa 7 sjúklinga, gera 5 nýja sjúrnala + hugsa um karlmann með hratt vaxandi graftarpoll í vinstri nára - jamms, brjálað að gera.
Og svo, eftir 13 tíma vinnu, erum við deildarlæknirinn á röntgen að skoða CT niðrá röntgen af náranum - og ég sé eitthvað kvikindi hlaupa yfir gólfið.... mús? kakkalakki?... veit ekki, en ég stökk ekki upp og elti! Og enginn annar sá - það var scary... annað hvort var fólk svona upptekið af CT skanninu eða ég bara búin að vera of lengi í vinnunni!?!
Hef aldrei séð kvikindi á BMC en mér er minnistætt atvik í New Orleans á þvagfæraskurðstofunni á Charity spítalanum - kakkalakki hljóp þar yfir gólf og einn læknaneminn stappaði hann í klessu með hælnum! Og engum datt í hug að taka upp klessuna...

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég sá um daginn mús í bíó. Hún hljóp ofan á kantinum rétt fyrir framan bíótjaldið.
Kv substance P.

Ólöf Viktorsdóttir sagði...

Boston er músa-capital Ameríku. Kynntist einni ansi vel á Brigham í fyrra og sá einni bregða fyrir á MGH um daginn. En engir kakkalakkar samt....
Kv. Ó.

Kvöldmatur á pallinum hjá Ólöfu

Kvöldmatur á pallinum hjá Ólöfu

Þorgeir, Hlynur, Janus og Barbara í heimsókn

Þorgeir, Hlynur, Janus og Barbara í heimsókn